| Sf. Gutt

Rafa hugsar sitt ráð

Von er á því að Rafael Benítez geri miklar breytingar á liði sínu frá fyrsta þætti þríleiks Liverpool og Arsenal. Búist er við að Rafael Benítez geri miklar breytingar á liði sínu frá fyrsta þætti. Líklega hefur deildarleikurinn meiri þýðingu fyrir Arsenal en Liverpool. Liverpool á reyndar í harðri baráttu við Everton um fjórða sæti deildarinnar. Liverpool hefur nú fimm stiga forystu á Everton þannig að liðið hefur svolítið upp að hlaupa. Arsenal á enn möguleika á enska meistaratitlinum en til þess að halda þeim möguleika opnum verður liðið að vinna á morgun. Rafael Benítez getur því kannski lagt meira í Evrópuleikina en Liverpool á auðvitað möguleika á að vinna Evrópubikarinn. Rafael hugsar nú ráð sitt með uppstillingu liðsins síns.

“Ég þarf að hugsa það vandlega hvernig ég að stilla upp liðinu fyrir deildarleikinn. Fernando Torres og Steven Gerrard verða að vera vel á sig komnir fyrir seinni leikinn og Dirk Kuyt var örþreyttur eftir öll hlaupin á miðvikudaginn. Sumir leikmenn geta náð sér eftir leiki á tveimur til þremur dögum en aðrir þurfa fjóra daga til að hvíla sig. Við þurfum því kannski að skipta nokkrum leikmönnum út. Aldur leikmanna er lykilatriði. Fernando getur náð á tveimur dögum en Sami gæti þurft fimm daga. Við verðum að bíða og sjá til. Ég á von á því að gera breytingar. Ég get ekki vænst þess að leikmennirnir geti spila þrjá svona hraða leiki á sjö dögum. Það er ómögulegt að tefla fram sömu mönnunum fram í þremur leikijum á einni viku."

Staðarblaðið Daily post spáir því að Steven Gerrard, Sami Hyypia, Jamie Carragher, Dirk Kuyt og Ryan Babel verði hvíldir á morgun. Blaðið gerir því skóna að Peter Crouch, Andriy Voronin, Alvaro Arbeloa, Steve Finnan, John Arne Riise, Lucas Leiva og Jermaine Pennant gætu komið inn í liðið. Javier Mascherano er í leikbanni og getur hvílt sig fyrir seinni Evrópuleikinn.

Lið Liverpool hélt heim til Liverpool eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Sumir hefðu kannski talið að það borgaði sig ekki fyrir liðið að fara heim í millitíðinni fyrir leikinn á morgun!

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan