Góð frumraun!
Margir stuðningsmenn Liverpool ráku upp stór augu þegar þeir sáu Damien Plessis ganga til leiks í byrjunarliðinu gegn Arsenal í gær. Það er því kannski rétt að kynna þennan franska strák til sögunnar.
Damien Plessis fæddist þann 5. mars 1988 í Neuville-aux-Bois í Frakklandi. Liverpool fékk hann síðasta sumar frá frönsku meisturunum Lyon. Damien gerði þriggja ára samning við Liverpool.
Damien spilar jafnan aftarlega á miðjunni og þykir efnilegur í þeirri stöðu. Hann hefur verið fastamaður í hinu sigursæla varaliði Liverpool á þessari leiktíð og þykir Frakkinn hafa leikið mjög vel með liðinu.
Það kom samt öllum á óvart að Damien skyldi vera settur í byrjunarliðið gegn Arsenal í gær. Hann tók stöðu Javier Mascherano sem spilar jafnan aftarlega á miðjunni. Frakkinn stóð sig með sóma gegn Arsenal og skilaði stöðu sinni með sóma. Hann fékk líka verðskuldað hrós frá Rafael Benítez eftir leikinn.
"Damien Plessis lék sinn fyrsta leik í dag. Við vissum, þegar við keyptum hann, að hann væri góður leikmaður. Hann hefur leikið virkilega vel með varaliðinu og hann skilaði sínu með sóma á þessum leikvangi."
Miðað við þessa góðu frumraun þá má ætla að Damien Plessis eigi eftir að láta til sín kveða á næstu árum. Það kemur síðar í ljóst hvort hann á eftir að festa sig í sessi í aðalliði Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!