Búið að dagsetja rimmuna við Chelsea
Í þriðja sinn á fjórum árum ganga liðsmenn Liverpool og Chelsea á hólm í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Búið er að dagsetja rimmuna. Fyrri leikurinn fer fram á Anfield Road að kveldi þriðjudagsins 22. apríl og sá seinna verður á Stamford Bridge miðvikudagskvöldið 30. apríl. Báðir leikirnir hefjast þegar klukkuna vantar stundarfjórðung í sjö að íslenskum tíma.
Eins og allir muna þá léku þessi til undanúrslita vorið 2005 og aftur 2007. Í bæði skiptin léku liðin fyrri leikina á Stamford Brigde. Nú snýst dæmið við og seinni leikurinn fer fram í höfuðstaðnum. Það verður þó vonandi ekki til þess að niðurstaðan verði önnur en í fyrri Englandsorrustunum tveimur!
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu