300 leikir
Tveir leikmenn Liverpool munu spila sinn 300. deildarleik fyrir félagið ef þeir koma við sögu gegn Blackburn á sunnudaginn. Þessir leikmenn skoruðu báðir gegn Arsenal á þriðjudaginn var.
Það eru þeir Sami Hyypia og fyrirliðinn Steven Gerrard sem munu ná þessum merka áfanga ef þeir spila á sunnudaginn en það verður nú að teljast líklegt að þeir verði báðir með.
Steven Gerrard lék sinn fyrsta leik fyrir félagið er hann kom inná sem varamaður einmitt gegn Blackburn á Anfield árið 1998. Viku seinna var hann í fyrsta sinn í byrjunarliði í leik sem tapaðist gegn Tottenham. Hann náði að leika 12 deildarleiki á þessu tímabili og kom hann oftast inn af bekknum.
Næsta tímabil spilaði hann 29 leiki og síðan þá hefur hann spilað um það bil 30 leiki á tímabili þrátt fyrir ýmis smámeiðsli sem hafa hrjáð hann. Steven hefur skorað 54 deildarmörk fyrir félagið, þar af 10 á þessu tímabili en það jafnar hans besta árangur síðan tímabilið 2005-6. Hann vantar nú aðeins fimm mörk upp á að ná 100 marka múrnum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Steven hefur leikið 434 leiki með Liverpool í öllum keppnum.
Sami Hyypia var keyptur til félagsins árið 1999 og hefur hann nýlega framlengt samningi sínum við félagið um eitt ár. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í útileik gegn Sheffield Wednesday og þennan dag var varnarlínan skipuð eftirfarandi leikmönnum: Vegard Heggem, Jamie Carragher, Sami Hyypia og Dominic Matteo.
Hann spilaði hvern einasta leik á þessu tímabili sem og tímabilið 2003-4 og hann missti aðeins af sex leikjum á tímabilunum þremur þar á milli. Hyypia var fyrirliði liðsins um tíma en árið 2003 tók Steven Gerrard við af honum.
Sami Hyypia var reglulega í byrjunarliði hjá Rafael Benítez fyrstu tvö ár Benítez við stjórnvölinn en hann spilaði aðeins 23 leiki á síðasta tímabili. Á þessu tímabili hefur hann spilað fleiri leiki vegna meiðsla Daniel Agger og náði Hyypia sama leikjafjölda og á síðasta tímabili í leiknum gegn Everton. Hyypia hefur skorað 21 deildarmark í þeim 299 leikjum sem hann hefur spilað fyrir félagið. Alls hefur Sami leikið 441 leik með Liverpool í öllum keppnum og skorað 33 mörk.
Sami Hyypia hafði þetta að segja um áfangann: ,,Ég veit af þessu og ég vonaðist til þess að spila gegn Arsenal um síðustu helgi þannig að ég bíð ennþá eftir því að ná 300 leikjum. Mér líður vel ennþá hér eftir níu ár. Það sýnir að ég hef verið að gera eitthvað rétt. Auðvitað er það óheppilegt að Daniel Agger sé meiddur og hafi verið það mest allt tímabilið, en vegna þess hef ég spilað meira en ég bjóst við og auðvitað hef ég notið hverrar einustu mínútu."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!