Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Þá er þríleikurinn við Arsenal að baki og nú tekur daglegt amstur við. Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool ekki enn komnir niður á jörðina eftir síðasta þátt þríleiksins. Enn eitt Evrópukvöldið með öllum þeim töfrum sem slíkar kvöldstundir búa yfir bættist í þjóðsagnasafnið hjá Liverpool. Ætli Liverpool væri ekki búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð ef andrúmsloftið, eins og það er á Evrópukvöldum, væri svona rafmagnað á hverjum heimaleik í deildinni. Svona rafmagnað andrúmsloft skapast einfaldlega hvergi á Bretlandi!
En í hádeginu á sunnudaginn snúa leikmenn Liverpool sér aftur að því að reyna að safna nógu mörgum stigum í deildinni til að verja fjórða sætið. Liverpool náði fimm stiga forystu á Everton eftir sigurinn á þeim Bláu á dögunum. Nú einni umferð seinna er forystan þrjú stig. Liverpool verður að leggja Blackburn að velli á sunnudaginn og vonast til að Everton verði á. Svona verður það að ganga þar til Liverpool hristir Everton af sér og það verður að gerast. Vissulega gæti Liverpool orðið Evrópumeistari í vor en fjórða sætið verður að tryggja hvað sem það kostar. Þetta fjórða sæti kostar nefnilega svo mikið!
Liverpool gegn Blackburn Rovers á síðustu sparktíð: Liðin skildu jöfn á Anfield Road. Liverpool lenti undir en náði að herja fram jafntefli með marki leikmanns sem skoraði gegn sínu gamla félagi.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Blackburn Rovers
Það er núna undarleg staða í herbúðum Liverpool og sú staða stefnir hraðbyrí í algera vitleysu. Ég vildi óska þess að Ameríumennirnir tveir, Tom Hicks og George Gillett, sem eiga Liverpool gætu leyst mál sín. Þeir eru eins og hjón sem eru að rífast út af peningum. Öll þessi vitleysa er svo að gerast hjá félagi sem gæti komist í úrslit Meistaradeildarinnar.
Liverpool, sem hefur verið orðað við David Bentley, hefur jafnan náð góðum árangri á heimavelli gegn Blackburn og ég held að liðið muni vinna sigur á sunnudaginn.
Úrskurður: Liverpool v Blackburn Rovers 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!