Steven stoltur!
Steven Gerrard var stoltur eftir sigur Liverpool á Blackburn í gær. Hann lék mjög vel, skoraði eitt mark og lagði annað upp. Þetta var 300. deildarleikur hans með Liverpool.
“Mér finnst bara vera nokkrir dagar síðan ég lék minn fyrsta deildarleik. Í dag er ég mjög stoltur eftir að hafa náð að leika svona marga leiki. Þetta var góður dagur. Við spiluðum vel og það eina sem skyggði á var að við skyldum fá mark á okkur undir lokin. Blackburn lék vörnina vel og við urðum að vera þolinmóðir en það endaði með því að færin komu. Það var mikilvægt að ná fimm stiga forystu á Everton. Kapphlaupið um fjórða sætið heldur áfram en við höfum trú á því að við munum ná sætinu."
Alls hefur Steven Gerrard leikið 435 leiki með Liverpool. Hann hefur skorað 96 mörk í þeim leikjum.
Steven er nú búinn að skora 21 mark á leiktíðinni og gæti slegið markamet sitt frá leiktíðinni 2005/2006 en þá skoraði hann 23 mörk.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu