Einbeitum okkur að Fulham
Fabio Aurelio segir að leikmenn Liverpool hafi ekki efni á því að leiða hugann að fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar við Chelsea fyrr en eftir að leiknum við Fulham á laugardaginn er lokið. Sigur gegn Fulham gæti gulltryggt fjórða sætið í Úrvalsdeildinni.
Það er ekki óeðlilegt að menn leiði hugann að leiknum á þriðjudagskvöldið en Aurelio segist einbeita sér að því að ná þremur stigum af Fulham fyrst.
,,Við verðum að einbeita okkur að hverri áskorun sem okkur berst," segir hann. ,,Við eigum einn leik áður en við spilum við Chelsea og við verðum að tryggja okkur fjórða sætið sem fyrst því þá getum við einbeitt okkur algerlega að Meistaradeildinni."
,,Ég held að við þurfum líklega tvo sigra í viðbót til að vera öruggir en maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut. Sjáið bara Chelsea á mánudagskvöldið, þeir voru að spila við lið nálægt botni deildarinnar og náðu aðeins jafntefli. Það er aldrei auðvelt að sigra í Úrvalsdeildinni og við verðum að vera klárir fyrir Fulham um helgina."
,,Við förum þangað eftir góða hvíld í vikunni. Eftir viku þar sem við spiluðum þrjá erfiða leiki við Arsenal þá höfum við núna haft tíma til að undirbúa okkur undir Fulham leikinn."
Aurelio var í byrjunarliðinu í báðum leikjunum gegn Arsenal í Meistaradeildinni og svo virðist sem að hann sé fyrsti valkostur í byrjunarliðið hjá Rafa Benítez í stórleikjunum. Það gleður Aurelio mikið en hann hefur verið þónokkuð mikið meiddur það sem af er ferli hans hjá félaginu.
,,Það er frábært að geta nú sýnt stuðningsmönnunum hvernig ég spila best," bætir hann við. ,,Það er erfitt að koma til baka eftir meiðsli og vera alltaf að glíma við smá meiðsli. Ég er að æfa á fullu núna, líkami minn hefur aðlagað sig að þeim leikjum sem við erum að spila og þeim keppnum sem við erum að taka þátt í og mér líður mjög vel. Þegar manni líður vel þá er sjálfstraustið gott og maður getur sýnt meira hvað í manni býr."
,,Ég er mjög ánægður með að hafa tekið þátt í mikilvægum leikjum og að hafa haldið sæti mínu í byrjunarliðinu. Það er mjög sérstök tilfinning. Ég hef bætt mig líkamlega á hverjum degi og ég er Rafa þakklátur fyrir það traust sem hann hefur sýnt mér."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!