| Arnar Magnús Róbertsson

Reina: Deildin skiptir öllu

Pepe Reina hefur varað liðsfélaga sína við að búast ekki við að enda í 4.sæti og að 4.sætið komi ekki bara að sjálfu sér, því það vill vera þannig þegar stórleikir eru annarsvegar eins og leikirnir framundan við Chelsea. Liverpool eru komnir með 5 stiga forskot á Everton eftir 3-1 sigurinn á Blackburn á sunnudaginn en þrátt fyrir ánægjuna að vera komnir í undanúrslit meistaradeildarinnar annað árið í röð og möguleikann að komast í sjálfan úrslitaleikinn þá hugsar Reina aðeins um leikinn um helgina við Fulham sem er mikilvægur.

"Þetta var frábær sigur á Arsenal" sagði hann við leikdagstímarit Liverpool FC.

"Ég mun aldrei gleyma þessu frábæra kvöldi fyrir framan svona frábæra stuðningsmenn sem sýndu enn og einu sinni að þeir eru bestu stuðningsmenn í fótboltanum. Þegar við þurftum á auka orku að halda þá komu þeir með hana.
Þessi sigur hefur sett upp skemmtilegar viðureign við Chelsea í næstu viku.

"Ég sagði fyrir leikina gegn Inter Milan að við mættum ekki hugsa um Moskvu fyrr en þegar leiktímanum er lokið í seinni leik undanúrslitana og ekki mínútu fyrr, þangað til það gerist verðum við að hugsa um einn leik í einu og einn dag í einu.
Það er mikilvægt fyrir okkur alla, leikmennina, þjálfarann, stjórnina og stuðningsmennina - að muna að það mikilvæga sem við eigum eftir að gera er að tryggja 4.sætið í deildinni og verðum við að gera það sem fyrst.

"Í lífinu, ef þú ert kærulaus þá verðuru sigraður áður en bardaginn byrjar. Ef við mætum í deildarleik með hugann við meistaradeildina þá munum við tapa. Ef við mætum í leikina við Chelsea með hugann við hverja við munum mæta í Moskvu þá munum við ekki heldur sigra þá." sagði Reina

Spænski landsliðsmaðurinn finnst Liverpool vera að sýna mikla framfarir undir stjóra sínum Rafael Benítez og bendir sérstaklega á komu fagmanns og vin sinn, Fernando Torres sem aðal ástæðu þess að Liverpool sé búið að skora meira en 100 mörk á tímabilinu.

El Nino skoraði sitt 30 mark á tímabilinu í 3-1 sigrinum á Blackburn Rovers um helgina og Reina var fljótur að hrósa manninum sem fer eins og fellibylur um deildina og eyðileggur hverja vörnina á fætur annari.

"Fernando er að spila frábærlega," sagði hann.

 "Hann er sú tegund af framherja sem okkur hefur vantað í langan tíma. Hann getur allt, hann pressir varnarmenn allan leikinn og gerir þeim lifið mjög erfitt. Þetta er ekki beint falleg vinna en vinna sem þarf að vinna til að liðið vinni leiki og það virðist vera að virka. En það er samt ekki hans aðal styrkur. Hann var bara hreinlega fæddur til að skora mörk, ég myndi segja að hann væri einn minn besti vinur svo ég er mjög ánægður sem liðsfélagi og félagi, svo það er frábært að sjá hversu vel hann er að standa sig."

Meðan goðsagnir í Úrvalsdeildinni eins og Thierry Henry og Cristiano Ronaldo tóku sinn tíma í að aðlagast lífinu í Englandi hefur Torres slegið strax í gegn. Svo hver er stærsta ástæðan fyrir að hann hefur slegið svona fljótt í gegn?

"Það er líklega útaf mér!" sagði Reina og hlær.

"Nei ég er nú bara að grínast, en ef ég hef átt þátt í að hjálpa honum að koma sér hérna fyrir þá er ég mjög ánægður. Það væri alveg jafn mikilvægt og markvörslurnar mínar á þessu tímabili."

Hann bætti við: "Það sem hræðir mann mest er hversu hann ungur er, hann verður bara betri og betri. Maður sér að hann er betri leikmaður núna en í september þegar hann var nýkominn. Hvernig verður hann á næsta ári? Það er ótrúlegt bara að hugsa um það, það hræðir mig aðeins, ég er bara ánægður að hann er með mér í liði, ég myndi ekki vilja skipta á honum og neinum leikmanni í heiminum," voru lokaorð spánverjans knáa um liðsfélaga sinn og landa, Fernando Torres.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan