Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Fjórða sætið í deildinni er innan seilingar og það má mikið ganga á til að Liverpool nái því ekki. Það er þó ekkert öruggt fyrr en það er komið í höfn og það sama er með þetta. Einn sigur í viðbót fer langt með að ljúka því verkefni að tryggja fjórða sætið. Það er meira segja ekki útilokað að Liverpool geti náð Skyttunum sem eru í þriðja sæti. En best er að taka eitt skref í einu.
En getur þessi leiktíð gefið meira af sér en fjórða sætið. Það kemur í ljós eftir næstu Englandsorrustu. Hún hefst á Anfield Road á þriðjudagskvöldið þegar Liverpool tekur á móti Chelsea. Í þriðja sinn á fjórum árum munu þessi lið leiða saman hesta sína í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Ótrúlegt en satt! Er það mögulegt að Liverpool nái að komast til Moskvu? Vissulega er möguleikinn fyrir hendi og hver veit neme Evrópubikarinn iegi eftir að leggja leið sína til Liverpool í maí. En við skulum taka eitt skref í einu!
Liverpool gegn Fulham á síðustu sparktíð: Liðin spiluðu í höfuðstaðnum undir vorið. Liverpool átti þá í Englandsrimmu við Chelsea og eitthvað þótti liðið sem Rafael Benítez tefldi fram torkennilegt. Fulham vann og sigurinn svo gott sem tryggði liðinu Úrvalsdeildarsæti.
Spá Mark Lawrenson
Fulham v Liverpool
Það á eftir að skipta miklu, um úrslitin í þessum leik, hvaða leikmenn spila leikinn fyrir Liverpool. Á síðustu leiktíð teldi Liverpool ekki fram öllum sínum bestu mönnum gegn Fulham og Neil Warnock framkvæmdastjóri Sheffield United kvartaði yfir þeirri liðsvali. Mér finnst að Rafael verði að sýna liðunum sem eru í fallbaráttunni virðingu. Fulham vann mikilvægan sigur í síðustu viku og liðið er ekki dautt úr öllum æðum.
Úrskurður: Fulham v Liverpool 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!