| Sf. Gutt

Hverjir spila?

Það verður spennandi að sjá hvaða leikmenn Rafael Benítez kemur til að með velja í byrjunarliðið gegn Fulham. Nú þegar eru ýmsir farnir að segja sína skoðun á liðsvalinu. Fulham á nefnilega í harðri fallbaráttu og framkvæmdastjórar liðanna sem eru í svipaðri stöðu eru smeykir um að Rafael muni ekki nota sína sterkustu menn því á þriðjudagskvöldið leikur Liverpool við Chelsea í Meistaradeildinni. Í fyrra náði Fulham að vinna sigur á Liverpool við svipaðar aðstæður og sá sigur fór langt með að bjarga liðinu. En hvað hugsar Rafael sér að gera?

"Ég mun að sjálfsögðu hafa í huga að við eigum mjög mikilvægan Evrópuleik framundan á eftir leiknum við Fulham. Aðalatriðið er þó það að við ætlum að vinna. Kannski þurfum við að nota aðra menn en venjulega en við höfum stóran hóp leikmanna. Við eigum góða menn til taks og við ætlum okkar að standa okkur jafn vel og gegn Arsenal. Ég veit að við vorum gagnrýndir, í herbúðum Sheffield United, á síðustu leiktíð þegar við breyttum liðinu í í útileik gegn Fulham. En hvað gerðu þeir á síðasta leikdegi? Þeir töpuðu sínum leik. Mér finnst stundum betra að líta í eigin barm og hugsa um hvað maður getur sjálfur. Hver er sinnar gæfu smiður. En ég mun hafa leikinn í Chelsea í huga. Ég er með nokkra leikmenn sem ég vil ekki taka áhættu með en liðshópurinn á að vera nógu sterkur svo við getum lagt Fulham að velli."

Ekki er ólíklegt að einhverjir ungir leikmenn úr varaliðinu sigursæla komi við sögu gegn Fulham. Fari svo verður spennandi að sjá hvernig þeir standa sig.

 

 

 

 

 

 









TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan