Ótrúleg upplifun!
Fernando Torres segist aldrei hafa upplifað annað eins andrúmsloft og ríkti á Anfield Road í Meistaradeildarleiknum gegn Arsenal. Hann á von á svipuðu gegn Chelsea.
"Tilfinningin sem ég fann eftir leikinn við Arsenal mjög, mjög sterk og ég hef aldrei fundið aðra eins tilfinningu. Ég var gráti næst í lok leiksins þegar áhorfendur voru að syngja. Ég horfði í kringum mig og sá ekkert nema rauða og hvíta fána og trefla. Hávaðinn var ótrúlegur.
Sá leikur var í átta liða úrslitum svo ég get varla ímyndað mér hvernig það verður að spila á móti Chelsea. Þeir leikir verða örugglega þeir mikilvægustu sem ég hef leikið á ferli mínum. Ég veit að það fylgja miklar tilfinningar knattspyrnunni en þetta er samt ný reynsla fyrir mér.
Ég skoraði fyrsta mikilvæga mark mitt fyrir Liverpool gegn Chelsea og mig langar að skora aftur gegn þeim á þriðjudaginn. Það mark færði mér trú á að ég gæti skorað í mikilvægum leikjum. Ég bíð spenntur eftir leiknum í kvöld því ég veit að stuðningsmennirnir munu skila sínu. Við leikmennirnir verðum svo líka að gera það. Við vitum að mótherjarnir verða mjög erfiðir. Liðið hefur sýnt það og sannað margoft áður. Ég er viss um að þeir vilja klekkja á okkur eftir það sem gerðist í undanúrslitarimmunum tveimur."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!