Steven er búinn að fá grænt ljós!
Líklega léttir flestum stuðningsmönnum Liverpool við að fá þær fréttir Steven Gerrard er orðinn góður af hálseymslum sínum. Hann æfði með félögum sínum í morgun þegar leikmenn Liverpool æfðu á Melwood og getur leikið með gegn Chelsea annað kvöld. Rafael Benítez staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag. Spurningu um heilsufar Steven Gerrard svaraði hann svo. "Jú, hann er leikfær. Hann var á æfingu núna í morgun svo það er allt í lagi með hann."
Kannski notaði Rafael prófið sem hann sagði frá, í frétt í morgun, til að finna út hvort Steven Gerrard væri orðinn góður í hálsinum.
Þeir Sami Hyypia og Javier Mascherano voru eitthvað stirðir eftir leikinn gegn Fulham á laugardaginn en reiknað er með því að þeir verði leikfærir fyrir leikinn við Chelsea.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!