Þeir rauðu alltaf ógnandi í Evrópu
Alan Kennedy, goðsögn í lifanda lífi, segir að Liverpool sé lið sem sé enn á ný farið að vekja óhug í brjóstum andstæðinga sinna í Evrópukeppni. Þessi magnaði vinstri bakvörður þekkir það að vera sigursæll í Evrópu af eigin raun en hann spilaði með liðinu þegar Evrópubikarinn kom jafn reglulega á Anfield og jólin.
,,Það kom mér á óvart hversu langt liðið fór árið 2005," sagði Kennedy við Setanta sjónvarpsstöðina. ,,Þeir spiluðu við nokkur stórlið á leiðinni í úrslitin en þegar maður er 3-0 undir í úrslitaleik þá hefur maður ekki mikla trú á því að menn komi til baka."
,,En þetta lið getur gert nánast hvað sem er. Leikirnir við Chelsea hafa verið jafnir, ágreiningur um lögmæti marka og vítaspyrnudóma, en ég held að Liverpool geti farið alla leið aftur. Ef það er eitthvað lið sem maður ætti að óttast þá er það Liverpool vegna þess að árangur þeirra í Meistaradeildinni er svo góður."
,,Ef Liverpool munu skora þá er líklegt að markið komi frá Fernando Torres eða Steven Gerrard. Ég held að lykilleikmaður í svona leik sé Claude Makelele. Hans hlutverk gæti verið að koma böndum yfir Gerrard. Þeir munu sakna Michael Essien, sem er í leikbanni."
Fyrrum samherji Kennedy, David Fairclough segir að Gerrard sé lykillinn að velgegni þeirra rauðu.
,,Hann er hjartað í liðinu," sagði hann. ,,Hann veitir öðrum innblástur og það sem hann gerir reglulega, skorar og býr til mörk, er svo mikilvægt. Skilningurinn sem hann og Torres eru að byggja á milli sín er gríðarlega mikið vopn fyrir Liverpool."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!