Fyrir leikinn
Ný styttist í leik og hér má lesa nokkur orð Rafael Benítez og Avram Grant.
Eftir að hafa slegið Arsenal út úr Meistaradeildinni á magnaðan hátt mætir Liverpool Chelsea enn og aftur í undanúrslitum. Sigur vannst árin 2005 og 2007 en tekst að ná þrennunni eða verða þeir bláu sigurvegarar ?
Það er enginn Jose Mourinho að þessu sinni og í Fernando Torres hefur Liverpool líklega heitasta framherja Evrópu um þessar mundir ásamt hættulegustu sókninni en liðið hefur skorað 26 mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili.
Það ríkir mikil bjartsýni með að komast til Moskvu í úrslitaleikinn en það er mikilvægt að hafa það í huga að Liverpool hefur gert jafntefli í tveimur leikjum og tapað einum í viðureign við bláliða á þessu tímabili. Það er nokkuð ljóst að bæta þarf þessa tölfræði í leikjum númer fjögur og fimm ef vonin um sjötta Evrópubikar félagsins eigi ekki að deyja út.
Liðið er hinsvegar gríðarsterkt í Evrópu en Rafael Benítez telur að leikmenn sínir þurfi að sýna sömu þolinmæði og þeir gerðu gegn Inter Milan, ef þeir ætla sér að halda áfram góðu gengi í undanúrslitum þessarar keppni.
Hann sagði: ,,Við erum að spila vel á heimavelli en Chelsea eru sterkir varnarlega. Þetta verður erfitt. Við höfum verið að tala saman í gær og í dag um hvernig við munum vinna okkar vinnu, spila vel og vera þolinmóðir. Við töluðum um þolinmæði gegn Inter Milan og í þeim leik skoruðum við tvö mörk á síðustu fimm mínútunum. Í svona leikjum gegn topp liði eru það litlu atriðin sem skipta máli. Ég segi þetta alltaf en þetta er satt. Munurinn liggur í lykilleikmönnum á lykilaugnablikum."
,,Stuðningsmennirnir okkar eru mjög snjallir, þeir vita að þetta verður erfitt á Stamford Bridge, þannig að þeir vita hversu mikilvægt það er að styðja þétt við bakið á okkur í kvöld."
Steven Gerrard er leikfær eftir að hafa misst af sigrinum gegn Fulham á laugardaginn og hann, ásamt Jamie Carragher og Fabio Aurelio verða að passa sig að fá ekki gult spjald í kvöld því þá missa þeir af seinni leiknum á Stamford Bridge. Chelsea hafa fengið þær góðu fréttir að Frank Lampard verði með eftir að hafa misst af tveimur síðustu leikjum vegna veikinda móður sinnar.
Avram Grant var fljótur að hrósa varafyrirliða sínum, sem er líklegur kandídat í byrjunarliði Chelsea í kvöld.
Hann sagði: ,,Ég verð að segja að ég virði það sem Frank Lampard er að gera fyrir félagið í þessari viku. Þetta er erfið staða en hann hefur gefið félaginu allt sitt. Stundum eru hlutir sem eru mikilvægari en fótbolti en hann kom, æfði og getur spilað með okkur."
Grant telur að helsta ógn Chelsea sé Fernando Torres en ekki hin gríðarmikli stuðningur sem Anfield veitir leikmönnum Liverpool.
,,Við sjáum hann skora á næstum hverjum einasta laugardegi þannig að við þurfum ekki að setja saman sérstakt myndband um hann," sagði hann. ,,Hann er góður leikmaður og Liverpool eru með gott lið, sérstaklega þegar þeir spila í Evrópukeppni, en við erum einnig með gott lið. Stuðningsmennirnir eru þeirra tólfti maður en út á vellinum eru það 11 gegn 11. Það er góð stemmning en við spiluðum gegn Fenerbache og þar var andrúmsloftið einnig gott."
Aðeins er klukkustund í leik þegar þetta er skrifað en nú er loksins kominn sá tími þar sem aðeins leikmenn beggja liða ráða úrslitum, sama hvað rætt og ritað verður um og eftir leikina tvo. Spennan magnast fyrir þriðju viðureign Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á aðeins fjórum árum !!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!