John Arne Riise er niðurbrotinn!
John Arne Riise færði Chelsea jafntefli í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með einu kostulegasta sjálfsmarki sem sést hefur á Anfield Road.
Það er öllum sem sáu óskiljanlegt hvernig John Arne datt í hug að skalla boltann að sínu eigin marki þegar aðeins nokkur andartök voru eftir af leiknum. Það hefði svo sem verið í lagi ef boltinn hefði farið framhjá en niðurstaðan var skelfileg! Boltinn hafnaði í markinu! Sigurinn gekk Liverpool úr greipum og nú er Chelsea í betri stöðu fyrir seinni leik liðanna.
Það skal því engan undra að John Arne sé niðurbrotinn maður! Hann hefur ekki einu sinni getað fengið af sér að ræða ósköpin við bróður sinn Björn Helge Riise sem spilar með Lilleström. Þeir bræður eru nánir og hafa leikið saman með norska landsliðinu. Björn Helge vildi hughreysta bróður sinn eftir leikinn og sendi honum skilaboð úr farsíma sínum. Björn segir svo frá á vefsíðu Daily Mail.
"Ég reyndi að hafa samband við hann eftir leikinn til að vita hvernig hann hefði það." Litli bróðir fékk lengi vel ekkert svar en loks kom eftirfarandi svar á síma hans. "Ég get ekki talað við þig núna. Viltu gefa mér tvo daga eða svo til að jafna mig?"
Það eina sem blaðamenn heyrðu John Arne segja eftir leikinn var þetta. "Hvað get ég sagt? Ég er miður mín."
Það er vonandi að John Arne Riise jafni sig sem fyrst því líklega þarf hann nú að spila stöðu vinstri bakvarðar í fjarveru Fabio Aurelio sem er frá vegna meiðsla. John Arne hefur ekki leikið vel á þessari leiktíð en nú ríður á að hann sýni hvað í honum býr andlega jafnt sem líkamlega!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni