Steven reynir að hughreysta John Arne
John Arne Riise er niðurbrotinn maður þessa dagana og skyldi engan undra. Félagar hans hafa þó verið að reyna að hughreysta hann og Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gerir sitt besta í þeim efnum.
"Þetta var hræðilegur endir á leiknum fyrir John. Hann er búinn að vera lengi hérna og hann hefur skilað góðum verkum fyrir félagið. Hann er líka fínasti náungi og það kennir enginn honum um hvernig fór. Nú verðum við að hjálpa honum að ná áttum því hann þarf hugsanlega að spila mikilvægt hlutverk í næstu viku.
Nokkrir strákarnir spjölluðu við hann eftir leikinn og ég mun gera mitt besta til að hressa hann upp. Þetta er hlutverk mitt sem fyrirliða og þetta þurfum við allir að gera. Hvort sem við sigrum, töpum eða gerum jafntefli þá gerum við það sem lið. Þetta snýst ekki um einstaklinga hvað þá að kenna einhverjum um. Aðalatriðið er að snúa bökum saman og það munum við gera. Við munum styðja við bakið á John næstu daga."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu