| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Rafa skorar á Riise að vera hetja
Eins og flest allir ættu að vita núna þá skoraði John Arne Riise klaufalegt sjálfsmark í leiknum gegn Chelsea og hefur hann sjálfur sagst vera niðurbrotinn eftir atvikið. Nú hefur Rafael Benítez skorað á Norðmanninn að vera hetja liðsins og skora sigurmarkið í leik liðanna á Stamford Bridge, og bæta upp fyrir mistök sín.
"Ég talaði við John, og ég sagði honum að vera ekki að hugsa alltaf um sjálfsmarkið. Hann verður að koma aftur og vera tilbúinn. Fabio Aurelio er frá í þrjár vikur, svo Riise veit að hann verður að vera klár og fórna sér fyrir okkur. Besta lausnin fyrir hann væri að skora á Stamford Bridge .. í rétt mark. Ef að Riise skorar sigurmarkið þá yrði það fullkomið fyrir okkur."
Riise er gjarnan kenndur við frábær mörk, en hefur ekki tekist að skora í rúmlega ár núna og telur Benítez það vera af því að Norðmaðurinn virðist hafa misst niður sjálfstraust sitt undanfarið.
"Hann er mjög niðri þessa dagana, en eina leiðin til að breyta stöðunni er að skora í rétt net á Stamford Bridge. Hann veit að Fabio er meiddur svo að hann veit að hann fær tækifæri til að spila. Hann hefur skorað fullt af mörkum á löngum tíma, og leikið marga leiki fyrir liðið, svo ég er mjög leiður fyrir hönd allra en þá sérstaklega hans.
Hann hefur leikið mjög vel fyrir félagið, svo að það sem gerðist á lokasekúndunum er það versta sem gat gerst í stöðunni. Við reyndum að greina hvað gerðist. Javier Mascherano og Arbeloa gætu hafa stöðvað fyrirgjöfina, en þegar þú ert örfættur eins og John, þá er vandamálið hvort að hann hefði átt að nota hægri fótinn til að hreinsa. Það var vandamálið." sagði Rafael Benítez.
Það yrði alveg óskandi ef að Riise myndi bæta upp fyrir mistök sín og tækist að koma Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur nú alveg skorað nokkur gullfalleg mörk gegn Chelsea undanfarin ár, og vonandi sjáum við eitt slíkt á miðvikudaginn.
"Ég talaði við John, og ég sagði honum að vera ekki að hugsa alltaf um sjálfsmarkið. Hann verður að koma aftur og vera tilbúinn. Fabio Aurelio er frá í þrjár vikur, svo Riise veit að hann verður að vera klár og fórna sér fyrir okkur. Besta lausnin fyrir hann væri að skora á Stamford Bridge .. í rétt mark. Ef að Riise skorar sigurmarkið þá yrði það fullkomið fyrir okkur."
Riise er gjarnan kenndur við frábær mörk, en hefur ekki tekist að skora í rúmlega ár núna og telur Benítez það vera af því að Norðmaðurinn virðist hafa misst niður sjálfstraust sitt undanfarið.
"Hann er mjög niðri þessa dagana, en eina leiðin til að breyta stöðunni er að skora í rétt net á Stamford Bridge. Hann veit að Fabio er meiddur svo að hann veit að hann fær tækifæri til að spila. Hann hefur skorað fullt af mörkum á löngum tíma, og leikið marga leiki fyrir liðið, svo ég er mjög leiður fyrir hönd allra en þá sérstaklega hans.
Hann hefur leikið mjög vel fyrir félagið, svo að það sem gerðist á lokasekúndunum er það versta sem gat gerst í stöðunni. Við reyndum að greina hvað gerðist. Javier Mascherano og Arbeloa gætu hafa stöðvað fyrirgjöfina, en þegar þú ert örfættur eins og John, þá er vandamálið hvort að hann hefði átt að nota hægri fótinn til að hreinsa. Það var vandamálið." sagði Rafael Benítez.
Það yrði alveg óskandi ef að Riise myndi bæta upp fyrir mistök sín og tækist að koma Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann hefur nú alveg skorað nokkur gullfalleg mörk gegn Chelsea undanfarin ár, og vonandi sjáum við eitt slíkt á miðvikudaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan