Við erum betra liðið!
Núna styttist óðum í seinni viðureign Liverpool og Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu og er sálfræðistríðið milli liðanna nú þegar hafið. Fyrirliðinn, Steven Gerrard, er bjartsýnn á að Liverpool geti komist áfram og telur Liverpool vera betra lið en Chelsea.
"Okkur finnst við vera alveg jafn góðir og Chelsea, ef ekki bara betri. Við höfum klárlega verið betra liðið þegar við höfum leikið gegn þeim á tímabilinu. Við vorum betra liðið í deildarleiknum á Anfield og í fyrri leiknum í Meistaradeildinni, en því miður enduðu báðir leikirnir með jafntefli. Nú verðum við að taka okkur saman og ná góðri frammistöðu með réttum úrslitum." sagði Steven.
Steven Gerrard var hvíldur allan leikinn gegn Birmingham og mun væntanlega mæta til leiks í fullu fjöri á miðvikudaginn þegar Liverpool mætir Chelsea.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen