Alan Hansen spáir í Englandsrimmuna
Seinni hluta þriðju Englandsorrustu milli Liverpool og Chelsea er beðið með mikilli eftirvæntingu um allt England. Alan Hansen, fyrrum leikmaður Liverpool, er búinn að velta rimmunni fyrir sér.
"Það er ekki neinn vafi á því að Chelsea náði yfirhöndinni gegn Liverpool þegar John Arne Riise skallaði boltann í eigið mark í viðbótartíma. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að það er gríðarmikill munur, fyrir Liverpool, að ná 1:0 sigri á Anfield í stað þess að sitja uppi með 1:1 jafntefli. Það stefndi í frábær úrslit fyrir Liverpool en skyndilega var það Chelsea sem náði mögnuðum úrslitum. Þeir Bláu eru þó langt frá því búnir að vinna verkið. Vissulega skal á það bent að Liverpool gengur jafnan ekki vel á Stamford Bridge en á móti kemur að Chelsea hefur ekki náð góðum árangri í undanúrslitum í þessari keppni. Þetta tvennt jafnar stöðuna nokkuð út.
Liverpool á líka tvo leikmenn, Steven Gerrard og Fernando Torres, sem munu örugglega eiga eftir að spila betur í seinni leiknum en þeir gerðu á Anfield. Líklega munu menn hjá Chelsea hafa áhyggjur af þessu því þessir tveir leikmenn geta hvorir um sig gert út um leikinn með einu snilldarbragði. Leikurinn í síðustu viku var betri en ég átti von á og hann var betri en síðustu leikir milli þessara tvo liða. Ég held að leikurinn á miðvikudaginn muni þó verða með sviðu móti og síðustu leikir. Það má því búast við varkárum leik af beggja hálfu eins og oft hefur sést hjá liðunum."
Þetta er brot úr grein sem birtist á vefsíðu BBC.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna