Pressan er á Chelsea
Rafa Benítez segir enga pressu vera á sínu liði fyrir síðari leikinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og telur hann pressuna mikið frekar vera á liði Chelsea.
Benítez segir að væntingar stuðningsmanna Chelsea um að liðið komist í sinn fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni hvíla þungt á leikmönnum liðsins. Það verður þó að segjast að pressan á leikmönnum Liverpool sé kannski ekki mikið minni þar sem þeir þurfa að skora til að eiga möguleika á því að komast áfram.
Benítez trúir því að eitt mark frá sínum mönnum dugi til þess að snúa rimmunni sér í vil og telur hann að það hafi áhrif á leikmenn Chelsea hversu oft þeir hafa dottið útúr keppninni á þessu stigi.
Hann sagði: ,,Ég held að þeir vilji vinna þennan leik. Þeir eru að spila fyrir framan sína eigin stuðningsmenn og þeir vilja að liðið sitt vinni. Þetta er gríðarstór leikur fyrir þá vegna þess að þrisvar sinnum áður hefur liðið verið í undanúrslitum í þessari keppni og nú vilja þeir komast í úrslitaleikinn, þeir verða því undir einhverri pressu."
,,Fyrsta markið er alltaf mikilvægt en það skiptir meira máli ef við skorum það fyrst frekar en þeir. Ef þeir skora fyrst þá munum við hvort sem er alltaf þurfa að skora a.m.k. eitt mark. En ef við skorum fyrst þá þýðir það þeir lenda í vandræðum því þá hugsa þeir að ef við skorum annað mark þá þurfi þeir þrjú, það er því mikill munur á stöðunni."
Liverpool hafa aðeins tapað einum af síðustu 16 leikjum sínum og gefur það Benítez trú á því að liðið geti náð þeim úrslitum sem til þarf á Stamford Bridge til þess að komast í úrslitaleikinn í Moskvu.
Hann bætti við: ,,Chelsea eru einnig með gott lið. Þeir eru í mjög góðri stöðu í deildinni og í góðri stöðu í Meistaradeildinni. Þeir munu greina alla hluti og reyna að nýta sér útivallarmarkið en við höfum trú á okkur."
Leikmenn og þjálfarateymi Liverpool fóru til London í dag og munu æfa á Stamford Bridge í kvöld. Aðeins tveir leikmenn eru frá vegna meiðsla, þeir Daniel Agger og Fabio Aurelio.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!