Chelsea-Liverpool, tölfræði
Þetta er í 15. sinn sem Liverpool kemst í undanúrslit í Evrópukeppninni, þar af í 9. sinn í þessari keppni.
Liverpool stefnir að því að komast í úrslitaleikinn í 8. sinn. Aðeins Real Madrid (12) og AC Milan (11) hafa komist oftar í þennan leik. Ef Liverpool nær að komast áfram fer liðið fram úr Bayern München, Benfica og Juventus, sem öll hafa komist sjö sinnum í úrslitaleikinn.
Í fyrri 14 undanúrslitaviðureignum Liverpool á útivelli í Evrópukeppni hefur liðið unnið fjóra leiki, gert fjögur jafntefli og tapað sex leikjum. Þegar seinni leikurinn hefur verið á útivelli hefur Liverpool unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.
Ef Liverpool nær að vinna leikinn verður það í fyrsta sinn sem liði tekst það í undanúrslitum í Evrópukeppni eftir að hafa mistekist að vinna fyrri leikinn á Anfield.
Liverpool hefur ekki skorað í síðustu fjórum útileikjum í undanúrslitum í Evrópukeppni. Sá sem gerði það síðast var Mark Lawrenson í 1-0 útisigri á Panathinaikos 1985.
Sjálfsmark John Arne Riise í leik liðanna í síðustu viku var fyrsta útivallarmarkið sem skorað hefur verið í sjö Evrópuleikjum þessara liða.
Liðin hafa mæst 19 sinnum í öllum keppnum frá sumrinu 2004. Aðeins tveir leikmenn, Jamie Carragher og Frank Lampard, hafa spilað í öllum þessum leikjum.
Aðeins Steven Gerrard og Jamie Carragher hafa spilað í öllum sjö Evrópuleikjunum gegn Chelsea með Liverpool. Báðir leikmenn eru einu gulu spjaldi frá leikbanni. Fabio Aurelio hefur einnig fengið tvær áminningar.
Síðan Liverpool tapaði fyrir Inter Milan í undanúrslitum 1965 hefur Liverpool unnið allar undanúrslitaviðureignir sínar í keppninni um Evrópubikarinn.
Liverpool hefur unnið allar fjórar undanúrslitaviðureignir sínar gegn Chelsea - tvær í Meistaradeildinni og tvær í enska bikarnum.
Ef Dirk Kuyt skorar aftur í Meistaradeildinni á þessar leiktíð setur hann nýtt félagsmet í markaskorun í keppninni um Evrópubikarinn á einu tímabili. Kuyt hefur nú skorað sjö mörk eins og Roger Hunt (1964-65), Steven Gerrard (2005-06) og Peter Crouch (2006-07).
Hollendingurinn hefur skorað átta mörk í síðustu 12 leikjum sínum í Evrópukeppninni, eftir að hafa ekki skorað í fyrstu tíu Evrópuleikjum sínum með félaginu.
Peter Crouch var rekinn út af í viðureign þessara liða í deildarbikarnum á Stamford Bridge í desember. Pepe Reina var einnig rekinn út af í deildarleik á þessum velli í febrúar 2006 og var það afar umdeilt.
Liverpool hefur skorað 16 þrennur í Evrópukeppni. Sú síðasta, sem Yossi Benayoun skoraði gegn Besiktas fyrr í vetur var sú fyrsta sem skoruð var af leikmanni Liverpool sem ekki var frá Bretlandseyjum.
Enginn hefur skroað þrennu fyrir Liverpool á Stamford Bridge. Síðasta þrenna Chelsea gegn Liverpool kom frá George Mills á þessum velli í ágúst 1937.
Aðeins tíu leikmenn Liverpool hafa verið reknir útaf í Evrópukeppni. Sá síðasti var Jermaine Pennant gegn Porto í september síðastliðnum.
Liverpool hefur þrisvar tekið þátt í vítaspyrnukeppni í Evrópukeppni. Þær hafa allar unnist.
Undanúrslitaviðureign síðasta árs er sú eina sem hefur verið útkljáð með vítaspyrnukeppni.
Aðeins þrjár undanúrslitaviðureignar hafa unnist á mörkum skoruðum á útivelli. Í öll skiptin hafa núverandi leikmenn Chelsea skorað fyrir sigurlið - Michael Ballack (Bayer Leverkusen 2002) og Andriy Shevchenko (AC MIlan 2003 og 2005).
Þetta verður þriðja heimsókn Liverpool á Stamford Bridge í vetur. Þeir töpuðu 2-0 í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins í desember með mörkum frá Frank Lampard og Andriy Shevchenko í síðari hálfleik og gerðu markalaust jafntefli í deildinni í febrúar.
Liverpool hefur ekki skorað í síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum á Stamford Bridge. Síðasta mark kom frá Bruno Cheyrou í 1-0 sigurleik í deildinni í janúar 2004. Aðeins þrír þeirra sem voru í 16 manna hópnum þá eru enn í Liverpool - Sami Hyypia, Harry Kewell og varamaðurinn John Arne Riise.
Þetta er eini sigur Liverpool í síðustu 23 heimsóknum á Stamford Bridge í öllum keppnum og aðeins annað tveggja marka sem þeir hafa skorað í síðustu 13 leikjum.
Sá eini sem er í hópnum núna og hefur skorað á Stamford er Sami Hyypia - í tapleik í deildinni í maí 2003.
Liverpool skoraði síðasta fleiri en tvö mörk í leik á þessum velli í janúar 1997. Þá tapaði liðið 4-2 í enska bikarnum þrátt fyrir að vera tveimur mörkum yfir í leikhléi.
Liverpool hefur aðeins einu sinni mistekist að skora í síðustu ellefu útileikjum sínum í Evrópu. Þessi eini leikur var á Stamford Bridge á síðasta tímabili.
Liverpool og Chelsea hafa á síðustu þremur tímabilum mæst fimm sinnum á hverju tímabili. Liverpool hefur unnið fimmta leikinn á hverju tímabili. Þessi leikur er sá fimmti á þessu tímabili!
Þetta er 16. tímabil Chelsea í Evrópukeppninni og sá sjötti í keppninni um Evrópubikarinn. Þetta er í fjórða sinn sem liðið kemst í undanúrslit - og öll skiptin hafa verið á síðustu fimm tímabilum. Fyrri skiptin voru árin 2004, 2005 og 2007. Þeir hafa aldrei komist í úrslitaleikinn.
Chelsea hefur aðeins tapað þremur Evrópuleikjum á Stamford Bridge. Það var gegn Lazio 1999-2000, Besiktas 2003-2004 og Barcelona 2005-2006 - í öll skiptin í meistaradeildinni.
Þeir hafa aðeins fengið á sig fimm mörk í ellefu Evrópuleikjum í vetur. Aðeins eitt þeirra kom á Stamford Bridge - gegn Rosenborg í september,
Átta þeirra sem voru í leikmannahópi Chelsea í fyrri leiknum hafa leikið til úrslita um Evrópubikarinn. Þetta eru Ashley Cole, Claude Makelele, Ricardo Carvalho, Michael Ballack og Paulo Ferreira úr byrjunarliðinu og varamennirnir Andriy Shevchenko, Juliano Belletti og Nicolas Anelka.
Cole stefnir að því að verða fyrsti leikmaðurinn frá Bretlandseyjum sem leikur til úrslita li meistaradeildinni með tveimur félögum. Hann lék fyrir Arsenal gegn Barcelona í París 2006.
Michael Ballack skoraði fyrir Bayer Leverkusen gegn Liverpool í fjórðungsúrslitum þessarar keppni árið 2002 og gegn Manchester United í undanúrslitum en tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleiknum á Hampden Park. Hann var rekinn út af á Stamford Bridge gegn Liverpool í deildinni á síðasta tímabili.
Claude Makelele og Joe Cole hafa leikið alla 11 Evrópuleiki Chelsea í vetur.
Andriy Shevchenko hefur skorað 47 mörk í meistaradeildinni og 56 alls í keppninni um Evrópubikarinn.
John Terry er einu gulu spjaldi frá leikbanni.
Chelsea hefur aðeins tapað einum af síðustu 125 heimaleikjum sínum í öllum keppnum (í venjulegum leiktíma). Það nær aftur til febrúar 2004. Tapið kom gegn Barcelona í 16 liða úrslitum fyrir tveimur árum.
Þeir töpuðu hins vegar fyrir Charlton í deildarbikarnum 2005-06.
Liðið er ósigrað á heimavelli í öllum keppnum á Englandi (í venjulegum leiktíma) í 105 leikjum síðan liðið tapaði fyrir Arsenal í febrúar 2004.
Aðeins þrisvar í vetur hefur Chelsea fengið á sig meira en eitt mark í leik á Brúnni. Birmingham skoraði tvisvar í deildinni og tapaði, Leicester skoraði þrjú í deildarbikarnum og tapaði og Aston Villa skoraði fjögur í leik í úrvasldeildinni og náði jafntefli.
Chelsea hefur skorað í síðustu 12 leikjum í sínum í öllum keppnum, heima og heiman.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni