Gleði ekki vonbrigði!
Jamie Carragher er ákveðinn í að leggja sitt að mörkum svo Liverpool komist til Moskvu. Hann vill bæta við þær góðu minningar sem hann á frá sigrum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Vonbrigði leikmanna Chelsea 2005 og 2007 hvetja hann til dáða.
"Ég á góðar minningar frá því við tryggðum okkur sæti í úrslitaleikjunum. Okkur leið frábærlega því það er alveg einstakt að komast í úrslitaleik um Evrópubikarinn. En ég minnst þess líka að leikmenn Chelsea voru niðurbrotnir og og mig langar ekki til að vera í þeirra sporum í kvöld. Það sama gildir um alla strákana. Þeir vilja ekki ekki upplifa það sem leikmenn Chelsea máttu þola. Þeir voru miður sín eftir leikina og ég veit að leikmönnum þess liðs sem fellur úr leik í kvöld mun líða eins. Við viljum alls ekki verða það lið sem þarf að þola tap."
Jamie veit að Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum á Stamford Bridge í kvöld en hann telur að reynsla Liverpool muni skipta miklu máli.
"Það á eftir að skipta miklu máli að okkur hefur gengið vel í Evrópukeppninni síðustu þrjú til fjögur árin. Við unnum Meistaradeildina 2005 og komumst í úrslit í fyrra. Enn á ný erum við svo komnir í undanúrslit. Svona góður árangur er gott vegarnesti því hann veitir manni sjálfstraust til að ná fram sigri í stórleikjum. Góður árangur Liverpool í gegnum árin er okkur líka mikil hjálp og liðið hefur aðeins einu sinni fallið úr leik í undanúrslitum í Evrópubikarnum. Frá því tapi hefur liðið komist sjö sinnum í úrslit. Þetta styrkir sjálfstraustið. En þegar allt kemur til alls ræðst þetta á því hvað við gerum úti á vellinum. Við þurfum einfaldlega að heimsækja Chelsea og ná nógu góðum úrslitum til að koma okkur í enn einn úrslitaleikinn."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna