Eitthvað verður undan að láta!
Það eru margir fletir á stórleik kvöldsins. Liverpool gengur ekki verr á neinum velli en Stamford Bridge. Chelsea hefur aldrei komist í úrslitaleik um Evrópubikarinn. Svona mætti lengi telja en í kvöld verður eitthvað undan að láta. Hér að neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin sem annað hvort styrkja eða veikja stuðningsmenn liðanna í tiltrú á liðið sitt.
- Liverpool hefur ekki skorað mark á Stamford Brigde í síðustu átta leikjum.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn leik á Stamford Bridge frá leiktíðinni 1989/90.
- Chelsea hefur ekki tapað Evrópuleik á heimavelli í tvö ár.
- Chelsea hefur aldrei tapað Evrópuleik á Stamford Bridge fyrir ensku liði og liðið hefur ekki tapað á heimavelli fyrir ensku liði frá því snemma árs 2004.
- Liverpool vann síðast sigur á Stamford Bridge í janúar 2004. Bruno Cheyrou skoraði þá eina mark leiksins og leikmaður Liverpool hefur ekki skorað síðan á vellinum.
- Liverpool hefur ekki skorað mark á Stamford Bridge frá því Rafael Benítez tók við stjórn Liverpool.
- Liverpool féll úr Deildarbikarnum á Stamford Bridge á þessari leiktíð. Chelsea vann þá 2:0.
- Liverpool hefur aðeins einu sinni fallið úr leik í undanúrslitum Evrópubikarins en sjö sinnum komist í úrslit.
- Chelsea hefur þrívegis fallið úr leik í undanúrslitum Evrópubikarsins og aldrei komist í úrslit.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum.
- Liverpool og Chelsea hafa fjórum sinnum leitt saman hesta sína í undanúrslitum á stórmótum. Liverpool hefur alltaf komist áfram og unnið þrjá bikara, F.A. bikarinn 1965 og 2006 og Evrópubikarinn 2005, í kjölfarið!
Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Liverpool eða Chelsea sem spilar til úrslita um Evrópubikarinn við Manchester United í Moskvu!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!