Steven vonsvikinn en stoltur
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er auðvitað vonsvikinn eftir að Liverpool tapaði fyrir Chelsea í gærkvöldi en hann er samt stoltur af liðinu sínu og ekki síður stuðningsmönnum þess.
"Þetta átti ekki að liggja fyrir okkur. Við lögðum okkur alla fram og ég var stoltur yfir því að vera fyrirliði liðsins í gærkvöldi. Eiginlega var ég jafn stoltur og nokkurn tíma áður yfir því að leiða liðið. Við lentum undir en gáfumst ekki upp og reyndum að komast aftur inn í leikinn. Við náðum að gera það og þá leit jafnvel út fyrir að við myndum vinna. En eins og ég sagði þá átti það ekki fyrir okkur að liggja að komast áfram. Það var þó ekki vegna þess að við reyndum okkar besta. Chelsea á hrós skilið. Lið þeirra er gott og lið komast ekki í úrslitaleik um Evrópubikarinn nema þau séu góð.
Það er aldrei auðvelt að tapa svona leik en við verðum að horfa fram á veginn. Okkur langaði alla mikið til að vinna Evrópubikarinn aftur og þá ekki síst fyrir stuðningsmenn okkar sem voru enn einu sinni frábærir í gærkvöldi. Þeir veittu okkur alveg ótrúlegan stuðning og við vorum miður okkar yfir því að geta ekki endurgoldið stuðninginn með því að komast í úrslitaleikinn. Það þýðir þó ekkert að velta sér upp úr því hvað hefði getað orðið. Við verðum að horfa til næstu leiktíðar með það að markmiði að bæta okkur enn frekar."
Enn einu sinni náði Liverpool ekki sigri á Stamford Bridge sem er orðinn alger draugavöllur fyrir Liverpool. Bara á þessari leiktíð hefur Liverpool tvívegis fallið úr leik í stórkeppnum á þessum velli. Fyrst í Deildarbikarnum í desember og svo endaði Evrópuvegferðin þar í gærkvöldi. Liverpool hefur einfaldlega ekki gengið verr á neinum öðrum velli síðasta eina og hálfa áratuginn eða svo. Það munaði litlu í gærkvöldi en það munaði því sem munaði!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!