| Ólafur Haukur Tómasson

Damien Plessis dreymir um að spila á Anfield

Damien Plessis, ungi Frakkinn í liði Liverpool sem að heillaði marga upp úr skónum þegar hann byrjaði óvænt inná gegn Arsenal á Emrites leikvanginum. Síðan þá hefur hann leikið einn annan leik fyrir félagið og það var útileikur gegn Birmingham. Hann viðurkennig að það að hann hafi verið valinn tvisvar í byrjunarliðið hafi komið honum á óvart, og þó hann taki ekkert sem gefið þá segir hann að tilhugsunin um að spila fyrir framan Kop stúkuna á morgun sé ómætanleg.

"Það yrði draumur sem að yrði að veruleika ef ég fengi tækifæri til að leika fyrir framan Kop á velli sem er goðsagnakenndur og þekktur út um allan heim. Síðan ég sá völlinn fyrst þegar ég skrifaði undir hjá félaginu, hef ég alltaf þráð það að spila fyrir framan stuðningsmennina sem þar eru staðsettir. Það er eitthvað sem að ég undirbý mig fyrir.

Ég vonast til þess að fá tækifærið. Það yrði frábært að fá að spila gegn Manchester City eða útileikinn gegn Tottenham, en ég verð bara að vera þolinmóður og bíða tækifærisins. Ég er einnig að fara að spila til úrslita með varaliðinu gegn Aston Villa, og ég hlakka mikið til þess."

Eins og áður kom fram þá kom hann óvænt í byrjunarlið Liverpool þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli á Emrites vellinum í síðasta mánuði. Margir unglingar hefðu brotnað við að spila fyrsta leik sinn gegn mönnum eins og Cesc Fabregas og Gilberto - en það gerði Plessis ekki, hann spilaði frábærlega á miðjunni hjá Liverpool.

"Þetta voru frábærar fréttir og auðvitað var ég ótrúlega ánægður. Ég held að þetta hafi verið uppskorið með allri þeirri vinnu sem ég hef unnið í vetur og í lokin er gott að sjá hvað maður ávaxtar eftir erfiðið, og það er frábært að fá tækifæri til að leika með aðalliðinu. Ég lærði mikið á því að spila við hlið manna eins og Jamie Carragher, Lucas Leiva og Peter Crouch.

Maður áttar sig ekki á hversu hraður leikurinn er á þessu stigi og maður má ekki klikka á sendingu því það er ekkert pláss fyrir mistök í aðalliðinu. Maðu verður að einbeita sér í nítíu mínútur og maður sér hversu mikið þeir leggja á sig, svo það var gott fyrir mig að læra af þeim."

Margir urðu hissa á því að sjá nafnið hans í byrjunarliði liðsins gegn Arsenal og Birmingham, og hann segist ekki hafa búist við því að komast í aðalliðið svona snemma, en hann telur að allir ungir leikmenn verði að stefna að því að ná þangað og leggja hart að sér.

"Ég býst við að þetta hafi verið óvænt en markmiðið er að ná árangri hjá félaginu. Ég verð ekki ánægður með það að spila bara með varaliðinu, því maður vill spila með aðalliðinu svo þó það sé óvænt þá er það eitthvað sem maður stefnir að alltaf og er markmið manns."

Þessi ungi Frakki er harður tæklari og það sem hann hefur sýnt í þessum leikjum hafa stuðningsmenn félagsins strax farnir að sjá svipaða hluti í honum og Patrick Viera, fyrrum leikmanni Arsenal. Hann segist auðvitað vera stoltur en það sé langt í að geti verið talað um hann í sömu setningu og einn besti franski miðjumaðurinn af hans kynslóð.

"Ég er auðvitað mjög stoltur. Hann átti langan og glæsilegan ferill, en ég er bara að byrja minn - svo minn er bara stuttur miðað við hans. En hann er Patrick og ég er Damien þegar öllu er á botninn hvolft. Ég verð að skapa mitt eigið nafn í boltanum og vonandi er það sem ég mun gera og vera þekktur fyrir þá hæfileika sem ég hef."

Nú líður á lok tímabilsins sem að hefur verið mikilvægt í reynslubankanum hans Plessis, en hvað vonast hann til að gerist á næsta tímabili? Fleiri leikir í aðalliðinu?

"Það yrði frábært. En fyrst og fremst vil ég eiga gott undirbúningstímabil og undirbúa mig vel. Svo vil ég eiga gott tímabil og eiga fleiri frammistöður og ég hef átt núna. Það yrði frábært." sagði Plessis í viðtali við opinbera heimasíðu Liverpool.

Möguleikar eru fyrir Plessis að vera í liðinu á morgun en Benítez hefur sagst ætla að stilla upp ungum mönnum sem og reyndum þar sem að hann er farinn að hugsa til næsta tímabils. Nokkur nöfn hafa verið nefnd af varaliðsmönnum sem að gætu tekið þátt í leiknum á morgun, og ásamt honum hefur verið talað um Krisztian Nemeth, Stephen Darby, Jay Spearing og Emiliano Insúa, sem að hafa verið máttastólparnir í varaliðinu í vetur.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan