| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Setjum upp sýningu!
Á morgun er síðasti heimaleikur Liverpool á Anfield þetta tímabil og hefur Rafael Benítez beðið leikmenn sína um að setja upp magnaða sýningu fyrir hina dyggu stuðningsmenn liðsins. Þó að bæði liðin hafi ekkert að spila uppá, hvað varðar stöðu í deildinni, þá vill Benítez þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn og láta liðið spila skemmtilegan fótbolta.
"Við eigum tvo leiki eftir. Fyrri leikurinn er mikilvægur því að hann er á Anfield, þar sem að við viljum vinna, spila vel og skora mörk. Það eru litlir hlutir sem við getum áorkað í ár. Við getum enn verið liðið sem að skorar mest af ensku liðinum, við getum haldið meira hreinu og við höfum sex leikmenn sem að hafa skorað yfir tíu mörk. Þessir hlutir eru mikilvægir, svo við munum reyna að gera þetta rétt í þessum leikjum.
Það er ekki auðvelt að halda leikmönnunum einbeittum og segja að við verðum að vinna þennan leik. En við verðum að reyna að spila fallegan fótbolta. Það verður það sama upp á teningnum hjá City, vegna þess að þeir eru ekki undir neinni pressu, og stundum er það þegar maður er ekki undir pressu þá spilar maður betri fótbolta.
Ég get ekki logið. Við erum að hugsa um næsta tímabil líka. Við munum horfa til ungra leikmanna og einnig stærri nafna líka vegna þess að þetta er sérstakur dagur." sagði Rafael.
Hann var einnig hissa á því að Sven Göran Eriksson sé að missa sæti sitt við stjórn Manchester City eftir aðeins eitt tímabil.
"Þeir áttu mjög gott tímabil en töpuðu nokkrum leikjum og komast ekki í Evrópukeppni. Þetta kemur á óvart en við vitum þó ekki allt. Það eina sem að ég get sagt er að þeir hafa verið að gera góða hluti.
Að lokum var hann svo spurður að því hvort að hann myndi vilja jafna Alex Ferguson og vera við stjórnvöldin hjá Liverpool í 21 ár, sem að hann var auðvitað hlynntur.
"Já, af hverju ekki. Það yrði mjög ánægjulegt." bætti hann við.
"Við eigum tvo leiki eftir. Fyrri leikurinn er mikilvægur því að hann er á Anfield, þar sem að við viljum vinna, spila vel og skora mörk. Það eru litlir hlutir sem við getum áorkað í ár. Við getum enn verið liðið sem að skorar mest af ensku liðinum, við getum haldið meira hreinu og við höfum sex leikmenn sem að hafa skorað yfir tíu mörk. Þessir hlutir eru mikilvægir, svo við munum reyna að gera þetta rétt í þessum leikjum.
Það er ekki auðvelt að halda leikmönnunum einbeittum og segja að við verðum að vinna þennan leik. En við verðum að reyna að spila fallegan fótbolta. Það verður það sama upp á teningnum hjá City, vegna þess að þeir eru ekki undir neinni pressu, og stundum er það þegar maður er ekki undir pressu þá spilar maður betri fótbolta.
Ég get ekki logið. Við erum að hugsa um næsta tímabil líka. Við munum horfa til ungra leikmanna og einnig stærri nafna líka vegna þess að þetta er sérstakur dagur." sagði Rafael.
Hann var einnig hissa á því að Sven Göran Eriksson sé að missa sæti sitt við stjórn Manchester City eftir aðeins eitt tímabil.
"Þeir áttu mjög gott tímabil en töpuðu nokkrum leikjum og komast ekki í Evrópukeppni. Þetta kemur á óvart en við vitum þó ekki allt. Það eina sem að ég get sagt er að þeir hafa verið að gera góða hluti.
Að lokum var hann svo spurður að því hvort að hann myndi vilja jafna Alex Ferguson og vera við stjórnvöldin hjá Liverpool í 21 ár, sem að hann var auðvitað hlynntur.
"Já, af hverju ekki. Það yrði mjög ánægjulegt." bætti hann við.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan