| Arnar Magnús Róbertsson
TIL BAKA
Yfirlit á White Hart Lane síðustu ár
Liverpool endar tímabilið 2007-08 með því að ferðast til Lundúna og mæta Tottenham Hotspur, við förum hér yfir síðustu fimm viðureignir liðanna á White Hart Lane.
Spurs 0-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin – Desember 2006
Rafa og strákarnir hans keyrðu norður til London á milli jóla og nýárs og mættu liði sem þeir höfðu unnið síðustu 12 heimaleiki sína. En Luis García var maðurinn sem eyðilaggði met þeirra hvítklæddu. Á meðan veðrið lék ekki við leikmenn liðanna var það Luis García sem skoraði sigurmarkið á 45 min af stuttu færi og tryggði Liverpool öll stigin, ekki munaði miklu að leikurinn yrði flautaður af í seinni hálfleik enda rigndi allan leikinn og völlurinn nánast kominn á flot í lok leiks.
Spurs 0-0 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin – September 2005
Lokastaðan sýnir annað en leikurinn var í raun, enda var hann frábær skemmtun en bæði Grezgorz Rasiak og Peter Crouch skoruðu mörk sem dæmd voru af. John Arne Riise var nálægt því að skora draumamark af 20 metra færi á lofti eftir hornspyrnu en boltinn small í þverslánni og þaðan niður í jörðina og skoppaði út. En leikurinn endaði 0-0.
Spurs 1-1 Liverpool (4-5 after pens)
8 liða úrslit Deildarbikarsins – Desember 2004
Hetjan var Sinama-Pongolle.. Litli Fransmaðurinn jafnaði ekki einungis leikinn eftir að Defoe hafði komið Tottenham yfir en Pongolle tryggði einnig Liverpool sigur í vítaspyrnukeppninni. Nokkrir unglingar byrjuðu leikinn, sem helst ber að nefna er Zak Withbread, Darren Potter og David Raven og Liverpool komnir í áleiðis til Cardiff.
Spurs 1-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin - Ágúst 2004
Fyrsta mark Frakkans Djibril Cissé var ekki nóg til að tryggja Liverpool sigurinn á fyrsta leikdegi Ensku Úrvalsdeildarinnar og einnig fyrsta leik Rafa Benítez sem þjálfara Liverpool. Defoe skemmdi daginn með að jafna með frábæru marki á 71 mínútu og þar við sat.
Spurs 2-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin - Janúar 2004
Mörk frá Robbie Keane og Hélder Postiga sentu Rauðliða heim eftir sitt sjöunda tap á tímabilinu sem var síðasta tímabil Gérard Houllier á Anfield. Keane skoraði fyrsta mark leikisins af vítapunktinum eftir að Igor Biscan hafði brotið á honum en Hélder Postiga kom Spurs svo í 2-0 eftir varnarmistök en það var Harry Kewell sem minnkaði muninn fyrir Liverpool og 2-1 urðu lokatölur.
Spurs 0-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin – Desember 2006
Rafa og strákarnir hans keyrðu norður til London á milli jóla og nýárs og mættu liði sem þeir höfðu unnið síðustu 12 heimaleiki sína. En Luis García var maðurinn sem eyðilaggði met þeirra hvítklæddu. Á meðan veðrið lék ekki við leikmenn liðanna var það Luis García sem skoraði sigurmarkið á 45 min af stuttu færi og tryggði Liverpool öll stigin, ekki munaði miklu að leikurinn yrði flautaður af í seinni hálfleik enda rigndi allan leikinn og völlurinn nánast kominn á flot í lok leiks.
Spurs 0-0 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin – September 2005
Lokastaðan sýnir annað en leikurinn var í raun, enda var hann frábær skemmtun en bæði Grezgorz Rasiak og Peter Crouch skoruðu mörk sem dæmd voru af. John Arne Riise var nálægt því að skora draumamark af 20 metra færi á lofti eftir hornspyrnu en boltinn small í þverslánni og þaðan niður í jörðina og skoppaði út. En leikurinn endaði 0-0.
Spurs 1-1 Liverpool (4-5 after pens)
8 liða úrslit Deildarbikarsins – Desember 2004
Hetjan var Sinama-Pongolle.. Litli Fransmaðurinn jafnaði ekki einungis leikinn eftir að Defoe hafði komið Tottenham yfir en Pongolle tryggði einnig Liverpool sigur í vítaspyrnukeppninni. Nokkrir unglingar byrjuðu leikinn, sem helst ber að nefna er Zak Withbread, Darren Potter og David Raven og Liverpool komnir í áleiðis til Cardiff.
Spurs 1-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin - Ágúst 2004
Fyrsta mark Frakkans Djibril Cissé var ekki nóg til að tryggja Liverpool sigurinn á fyrsta leikdegi Ensku Úrvalsdeildarinnar og einnig fyrsta leik Rafa Benítez sem þjálfara Liverpool. Defoe skemmdi daginn með að jafna með frábæru marki á 71 mínútu og þar við sat.
Spurs 2-1 Liverpool
Enska Úrvalsdeildin - Janúar 2004
Mörk frá Robbie Keane og Hélder Postiga sentu Rauðliða heim eftir sitt sjöunda tap á tímabilinu sem var síðasta tímabil Gérard Houllier á Anfield. Keane skoraði fyrsta mark leikisins af vítapunktinum eftir að Igor Biscan hafði brotið á honum en Hélder Postiga kom Spurs svo í 2-0 eftir varnarmistök en það var Harry Kewell sem minnkaði muninn fyrir Liverpool og 2-1 urðu lokatölur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan