Fernando Torres er hættulegur
Torres er hættulegurJonathan Woodgate segir að hann og liðsfélagar sínir verði að passa Fernando Torres afar vel í leik liðanna á sunnudaginn. Woodgate ætti að geta nýtt reynslu sína frá því að hann spilaði á Spáni til þess að reyna að stöðva Torres.
Woodgate hefur einnig spilað gegn Torres á Englandi en hann atti kappi við hann í 20 mínútur í fyrri leik liðanna á Anfield á leiktíðinni.
Hann sagði: ,,Torres er framúrskarandi leikmaður, hann hefur skorað 32 mörk og það er ótrúlegt á fyrsta tímabili. Hann hefur allt það sem maður óskar sér í framherja. Hann er góður í loftinu, fljótur og hann skorar mörk - hann er toppleikmaður."
,,Hann hefur sýnt það í deildinni að hann er náttúrulegur markaskorari en á Spáni skoraði hann ekki mjög mörg mörk. Það var mikil pressa á honum þar sem hann var hetja liðs Atletico Madrid en hjá Liverpool er pressan minni vegna þess að hann er með leikmenn eins og Gerrard í kringum sig. Torres hefur staðið sig gríðarlega vel."
Fernando Torres skoraði síðbúið jöfnunarmark gegn Tottenham á Anfield fyrr á leiktíðinni í 2:2 jafntefli.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum