| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Þá er komið að síðasta leik Liverpool á þessari leiktíð en því miður þá er þetta ekki úrslitaleikur. Eina spennan fyrir leikinn, frá sjónarhóli stuðningsmanna Liverpool, verður að sjá hvaða leikmenn Rafael Benítez velur til að spila. Líklega vona margir stuðningsmenn Liverpool að einhverjir af varaliðsmeisturunum fái tækifæri til að spreyta sig. Ýmir af hinum nýbökuðu varaliðsmeisturum eru taldir mjög efnilegir en til að sjá hvað raunverulega er í þá spunnið verða þeir að fá að spila gegn fullorðnum atvinnumönnum.

Upp úr áramótum töldu margir að að Rafael Benítez myndi yfirgefa Liverpool í sumar. Staða hans virtist þá veik og líklega hafa einhverjir lagt peninga á að þessi leikur yrði síðasti deildarleikur hans með Liverpool. Nú þegar sauðburður stendur sem hæst dettur fáum í hug að Rafael sé á förum. Liverpool hefur leikið vel síðustu vikurnar og þó svo að ekki hafi tekist að tryggja farseðil til Moskvu þá virðist staða Rafael benítez trygg. En leiktíðinhefur vissulega valdið vonbrigðum. Á þessum degi hefði, ef væntingar, stuðningsmanna Liverpool, hefðu gengið eftir væri Liverpool í baráttu um enska meistaratitilinn eða þá búið að vinna hann! Svo verður þó ekki að þessu sinni en voandi rætast draumar okkar á næsta sauðburði!

Liverpool gegn Tottenham Hotspur á síðustu sparktíð: Liverpool herjaði fram sigur í grenjandi rigningu á næst síðasta degi ársins. Luis Garcia skoraði eina mark leiksins og ef minnið bregst ekki þá var þetta síðasta markið sem hann skoraði fyrir Rauða herinn.

Spá Mark Lawrenson 

Tottenham Hotspur v Liverpool


Þetta verður líklega leikur sem einkennist af því að liðin hafa ekki að neinu að keppa. Liverpool hefur misst flugið eftir að hafa dottið úr Meistaradeildinni og það var allur vindur úr Tottenham um leið og þeir unnu Deildarbikarinn. Ég held þó að þetta verði þokkalegur leikur en þar sem ekkert er í húfi þá held ég að hann endi með jafntefli. Bæði þessi félög munu reyna að fá nýja leikmenn í sumar og þá sérstaklega vegna þess að það verða gerðar kröfur til Spánverjanna sem stjórna þeim að komst hærra upp í stigatöflunni en á þessari leiktíð.

Úrskurður: Tottenham Hotspur v Liverpool 1:1.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan