John Arne er á förum
Staðarblaðið Echo greinir frá því í dag að John Arne Riise verði seldur frá Liverpool í sumar. Í greininni er þetta haft eftir John Arne sjálfum.
"Umboðsmaðurinn minn er að finna út hvað er í gangi. Ég þarf að fá að vita hvar ég stend áður en að undirbúningstímabilið byrjar. Landsliðsmenn eiga að mæta til æfinga þann 7. júlí og ég get ekki beðið endalaust eftir svari."
John Arne Riise lék með Norðmönnum í vikunni gegn Úrúgvæ. Liðin skildu jöfn 2:2 í Olsó og skoraði John Arne jöfnunarmarkið undir lok leiksins. Hann átti líka þátt í fyrra markinu. Þetta var sjöunda landsliðsmark hans í 77 leikjum.
John Arne átti erfitt uppdráttar á þessari leiktíð og náði sér aldrei á strik. Hann lék þó 44 leiki en skoraði ekkert mark fyrir Liverpool. Hann skoraði þó tvö hrikaleg sjálfsmörk og það seinna kostaði Liverpool mjög líklega farseðil í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Norðmaðurinn er búinn að vera fastamaður hjá Liverpool lengst af ferils síns hjá félaginu og oft hefur hann leikið lykilhlutverk. En nú virðist vera komið að endalokum dvalar hans í Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna