Fulltrúar Liverpool í Austurríki og Sviss
Nafn: Alvaro Arbeloa.
Fæðingardagur: 25.11.1981.
Fæðingarstaður: Salamanca á Spáni.
Staða: Varnarmaður.
Félög á ferli: Real Madrid og Deportivo La Coruna.
Fyrsti landsleikur: 26. mars 2008 gegn Ítalíu.
Landsleikjafjöldi: 2.
Landsliðsmörk: 0.
Leikir með Liverpool: 55.
Mörk fyrir Liverpool: 1.
Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Alvaro var fastamaður í liðinu. Hann lék meirihluta af leikjum leiktíðarinnar og stóð sig í heild vel. Hann lék bæði sem miðvörður og bakvörður. Oftast lék hann þó sem hægri bakvörður og hann festi sig í sessi í þeirri stöðu á seinni hluta leiktíðarinnar.
Hver eru helstu einkenni okkar manns? Hann er traustur varnarmaður sem getur bæði leikið sem bakvörður og miðvörður. Hann hefur bæði spilað sem hægri og vinstri bakvörður með Liverpool.
Hver er staða Alvaro í landsliðinu? Alvaro er nýliði í landsliðinu og hefur aðeins spilað tvo landsleiki. Hann var þó valinn í landsliðshópinn fyrir Evrópumótið en líklega kom val hans í hann mörgum á óvart.
Vissir þú? Alvaro á hund sem hann skírði Ronnie í höfuðið í brasilíska sóknarmanninum Ronaldo.
Hvað um Spán? Lið Spánverja er geysilega sterkt og flestir sparkspekingar telja liðið eitt af þeim sem er hvað sigurstranglegast. Liðið hefur þó verið gjarnt á að ná ekki sínu besta á stórmótum. Kannski er núna ár Spánverja.
Helsta heimild: http://www.lfchistory.net/
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!