| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Carragher hælir Riise
Norðmaðurinn John Arne Riise mun yfirgefa herbúðir Liverpool þann 1.júlí, eftir að hafa gengið í gegnum súrt og sætt með félaginu í sjö ár.
Liverpool og Roma komust að samkomulagi um kaupverðið á honum sem er talið vera í kringum fjórar milljónir punda, og Riise skrifaði undir fjögura ára samning við þá Ítölsku.
Jamie Carragher hefur verið við hlið Riise í gegnum allt það súra og sæta á þessum sjö árum Riise í Liverpool og fullyrðir hann að Riise geti verið stoltur af hlutverki sínu í að færa Liverpool Meistaradeildartitil, FA bikar og Deildarbikar.
"John Arne hefur verið frábær leikmaður fyrir Liverpool í sex eða sjö tímabil. Hann hefur spilað hátt í 350 leiki og skorað fullt af mörkum. Hann vann Meistaradeildina með okkur og hann er enn á mjög góðum aldri, ég held að hann sé 27 eða 28 ára núna.
Hann hefur spilað á mjög háu stigi í langan tíma. Hann er aldrei meiddur og hann er frábær atvinnumaður sem hefur alltaf haft gætur á sjálfum sér. Hann getur verið mjög stoltur af því sem hann hefur áorkað með Liverpool." sagði Jamie Carragher.
Riise hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og þá sérstaklega fyrir klaufalegt sjálfsmark hans gegn Chelsea í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó má ekki minnast feril hans hjá Liverpool á þennan hátt enda hefur hann skemmt áhorfendum félagsins í mörg ár með góðum frammistöðum og fallegum mörkum.
Liverpool og Roma komust að samkomulagi um kaupverðið á honum sem er talið vera í kringum fjórar milljónir punda, og Riise skrifaði undir fjögura ára samning við þá Ítölsku.
Jamie Carragher hefur verið við hlið Riise í gegnum allt það súra og sæta á þessum sjö árum Riise í Liverpool og fullyrðir hann að Riise geti verið stoltur af hlutverki sínu í að færa Liverpool Meistaradeildartitil, FA bikar og Deildarbikar.
"John Arne hefur verið frábær leikmaður fyrir Liverpool í sex eða sjö tímabil. Hann hefur spilað hátt í 350 leiki og skorað fullt af mörkum. Hann vann Meistaradeildina með okkur og hann er enn á mjög góðum aldri, ég held að hann sé 27 eða 28 ára núna.
Hann hefur spilað á mjög háu stigi í langan tíma. Hann er aldrei meiddur og hann er frábær atvinnumaður sem hefur alltaf haft gætur á sjálfum sér. Hann getur verið mjög stoltur af því sem hann hefur áorkað með Liverpool." sagði Jamie Carragher.
Riise hefur verið mikið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á tímabilinu og þá sérstaklega fyrir klaufalegt sjálfsmark hans gegn Chelsea í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þó má ekki minnast feril hans hjá Liverpool á þennan hátt enda hefur hann skemmt áhorfendum félagsins í mörg ár með góðum frammistöðum og fallegum mörkum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan