Liverpool hafnar tilboði í Peter Crouch
Liverpool hefur hafnað tilboði frá bikarmeisturum Portsmouth í Peter Crouch. Staðarblaðið Daily Post birti í dag frétt þess efnis að forráðamenn Portsmouth hefðu boðið níu milljónir sterlingspunda í Peter sem áður lék með félaginu. Í herbúðum Liverpool var tilboðið ekki talið nógu hátt og var því þar af leiðandi hafnað.
Harry Redknapp, stjóri Pompey, telur Liverpool verðleggja risann of hátt. "Mér finnst Liverpool verðleggja hann full hátt. Við verðum því að skoða aðra kosti." Það má ljóst vera að Peter Crouch er til sölu en ekki nema fyrir rétt verð og það er ekki víst að neitt félag vilji borga þá upphæð sem Liverpool vill fá. Hvað gerist þá?
Peter hefur ítrekað sagt að hann vilji vera áfram hjá Liverpool en hann hefur jafnframt sagt að hann vilji spila meira en hann gerði á síðustu leiktíð. Peter skoraði ellefu mörk fyrir Liverpool en hann var ekki fastamaður í liðinu eftir áramót. Aðeins tveir leikmenn Liverpool skoruðu fleiri mörk á síðustu leiktíð.
Í sömu frétt kemur fram að Portsmouth hafi líka sýnt Yossi Benayoun áhuga. Fleiri liðið munu hafa áhuga á Ísraelsmanninum en hann vill ekki fara frá Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna