Mauricio Pellegrino ráðinn þjálfari hjá Liverpool
Argentínumaðurinn Mauricio Pellegrino hefur verið ráðinn þjálfari hjá Liverpool. Rafael Benítez hefur um nokkurt skeið reynt að fá Mauricio til liðs við sig og tókst það nú loksins.
Mauricio Pellegrino lék undir stjórn Rafael Benítez hjá Valencia og var lykilmaður þegar liðið varð Spánarmeistari tvö ár í röð. Hann hafði áður orðið spænskur meistari með Barcelona. Argentínumaðurinn var í miklu áliti hjá Rafael enda var hann mikill leiðtogi innan vallar. Það kom því ekki á óvart að Rafael skyldi fá hann til liðs við Liverpool í janúar 2005. Hinn reyndi Mauricio varð fyrstur Argentínumanna til að leika með Liverpool en hann var þó búinn með sitt besta þegar hann kom til Liverpool og fór til Alaves um vorið þar sem hann endaði feril sinn. Hann lék 13 leiki með Liverpool. Rafael reyndi að fá hann til Liverpool sem þjálfara vorið 2006 en það gekk ekki. Mauricio hefur þjálfað unglingalið Valencia að undanförnu.
Það kom ekki á óvart að Rafael Benítez skyldi vera ánægður með að fá Argentínumanninn loksins til að þjálfa með sér. Hann sagði þetta á Liverpoolfc.tv í gær.
"Hann mun þjálfa aðalliðið og sjá um séræfingar. Hann á líka að vinna með varnarmönnunum og varaliðinu. Mauricio Pellegrino býr yfir hugarfari sigurvegara og miklum eldmóði. Hann vann heimsmeistarakeppni félagsliða áður en hann fór til Spánar þar sem hann lék með Barcelona og Valencia. Hann var mjög ánægður þegar ég spurði hann hvort hann vildi koma hingað. Hann vildi þó vita fyrst hvort krakkarnir hans gætu komist í skóla þar sem góð knattspyrna væri spiluð. Það snýst allt um knattspyrnu hjá honum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!