| Grétar Magnússon

Tilboð Newcastle í Guthrie samþykkt

Það er nóg að gera í leikmannamálum Liverpool þessa dagana. Í dag voru kaup á Diego Cavalieri staðfest og salan á Peter Crouch gekk líka í gegn. Ennfremur var tilkynnt um að Newcastle og Liverpool hafi komist að samkomulagi um kaupverð á Danny Guthrie.

Danny Guthrie, sem spilar á miðjunni, er talinn gott efni og þótti hann standa sig mjög vel með Bolton en hann var á láni hjá félaginu allt síðasta tímabil. Var hann fastamaður í liðinu lengst af á leiktíðinni. Kevin Keegan, stjóri Newcastle, finnst greinilega mikið til Guthrie koma.

Í dag sagði Ian Cotton, blaðafulltrúi Liverpool:  ,,Við höfum náð samkomulagi við Newcastle um kaupverðið á Dannie Guthrie.  Við höfum nú gefið Newcastle leyfi til að tala beint við leikmanninn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan