| Ólafur Haukur Tómasson

Rafa ánægður með endurkomu Leto

Argentínumaðurinn Sebastian Leto snéri aftur í leikmannahóp Liverpool eftir að hafa ekkert verið í leikmannahópi aðalliðsins frá því í byrjun síðasta tímabils.

Rafael Benítez segist taka endurkomu Leto opnum örmum en hann átti góðan leik í sigri Liverpool á FC Lucerne í æfingaleik.

Vandamál voru í kringum vegabréfsáritun og atvinnuleyfi Leto sem spilaði síðast með Liverpool snemma á síðustu leiktíð. Nú vonar Benítez að Leto muni geta spilað með liðinu á komandi tímabili.

"Leto er góður leikmaður og hann sýndi í leiknum gæðin sem hann býr yfir. Hann átti í vandræðum með atvinnuleyfi sitt en vonandi mun þetta lagast því að hann býr yfir miklum hæfileikum.

Víð bíðum eftir að heyra hvenær leyfið mun komast í gegn og við munum væntanlega komast að þessu öllu saman á næstu tíu dögum."

Sebastian Leto sem er vinstri kantmaður gekk til liðs við Liverpool fyrir síðasta tímabil frá Lanús í Argentínu. Hann er mikils metinn meðal starfsliðs Liverpool og það gæti orðið mikill styrkur á að fá hann í liðið á tímabilinu. Hann hefur leikið fjóra leiki með Liverpool.

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan