Stoke City hefur hætt við að kaupa Scott Carson
Stoke City hefur hætt við að kaupa Scott Carson. Allt leit út fyrir að markvörðurinn færi til Stoke og á mánudaginn fór hann reyndar til Stoke til að ræða við forráðamenn nýliðanna. Liverpool og Stoke voru líka búin að semja um kaupverð. En í dag var tilkynnt á vefsíðu Stoke City að Scott Carson væri ekki lengur inni í myndinni og viðræðum við hann og Liverpool hefði verið hætt.
Þrátt fyrir þessa óvæntu niðurstöðu er næsta víst að Scott Carson mun yfirgefa Liverpool núna í sumar. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga og fyrir utan Stoke City hafa Blackburn Rovers og West Bromwich Albion verið nefnd til sögunnar. Scott fór ekki með í æfingabúðirnar til Sviss og hann var heldur ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Tranmere um helgina. Það má því búast við nýjum fréttum af tilvonandi vistaskiptum hans áður en langt um líður.
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu