Stoke City hefur hætt við að kaupa Scott Carson
Stoke City hefur hætt við að kaupa Scott Carson. Allt leit út fyrir að markvörðurinn færi til Stoke og á mánudaginn fór hann reyndar til Stoke til að ræða við forráðamenn nýliðanna. Liverpool og Stoke voru líka búin að semja um kaupverð. En í dag var tilkynnt á vefsíðu Stoke City að Scott Carson væri ekki lengur inni í myndinni og viðræðum við hann og Liverpool hefði verið hætt.
Þrátt fyrir þessa óvæntu niðurstöðu er næsta víst að Scott Carson mun yfirgefa Liverpool núna í sumar. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga og fyrir utan Stoke City hafa Blackburn Rovers og West Bromwich Albion verið nefnd til sögunnar. Scott fór ekki með í æfingabúðirnar til Sviss og hann var heldur ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Tranmere um helgina. Það má því búast við nýjum fréttum af tilvonandi vistaskiptum hans áður en langt um líður.
-
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu!