Leto á leið til Grikklands
Sebastian Leto hefur staðfest að samningur sé í burðarliðnum um að Liverpool láni hann til Olympiakos í Grikklandi á næsta tímabili. Benítez hefur þegar sagt honum að hann sé tilbúinn til að lána hann, enda er hann enn nokkuð aftarlega í röðinni í byrjunarliðið.
Leto kom til Liverpool fyrir ári en hefur valdið nokkrum vonbrigðum með frammistöðu sinni í vetur og ekki náð að spila mikið með aðalliðinu. Í þokkabót gætu komið upp vandræði með vegabréf hans. Leto, sem er Argentínumaður, er með ítalskt vegabréf en yfirvöld þar í landi eru nú að hefja rannsókn á veitingu ríkisborgararéttar til nokkurra einstaklinga, sem eru taldir orka tvímælis.
Leto sagði við grískt blað í dag að hann hefði rætt við Ernesto Valverde knattspyrnustjóra Olympiakos. Og Leto segist áhugasamur um að fara til Grikklands. "Ég ræddi við mitt fólk í Liverpool FC og ákvörðun okkar var sú að ég léki annars staðar sem lánsmaður í eitt ár. Ég verð að spila fótbolta næsta vetur. Svæði umboðsmanns míns er í Aþenu. Þeir ræddu við Olympiakos um útlán á mér.
Ernesti Valverde, knattspyrnustjóri liðsins, hringdi í mig. Hann sagði mér að hann hafi mikinn áhuga á að hafa mig í liðinu. Hann sagði mér hvað hann var að hugsa. Það er mikilvægt fyrir mig að hafa framkvæmdastjóra sem talar sama tungumál og ég. Ég fékk tilboð frá Ítalíu og Spáni en Olympiakos er besta félagið fyrir mig þessa stundina."
Leto hefur þó fengið þau skilaboð frá Benítez að til lengri tíma litið eigi hann framtíð hjá Liverpool og nú vonast hann til þess að vandamálin með vegabréf hans leysist þannig að hann geti flutt til Grikklands. "Ég bíð enn eftir vegabréfinu. Liverpool býður eftir því þangað til í lok mánaðarins. Draumur minn er auðvitað að spila fótbolta hér í Liverpool. Ég talaði við Rafa Benítez og hann sagði mér að hann vilji hafa mig en ég get ekki verið um kyrrt án vegabréfsins. Hann ráðlagði mér að fara eitthvað annað til að spila í einn vetur og koma aftur næsta sumar. Það er rétt hjá honum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!