Jack Hobbs sendur í lán
Jack Hobbs, varnarmaðurinn efnilegi, hefur verið lánaður til Leicester City og verður hann hjá Refunum allt næsta tímabil. Leicester féll úr næst efstu deild í vor og eru nú í League One.
Jack Hobbs var lánaður til Scunthorpe United seinni hluta síðastliðins tímabils og hlakkar hann til að vinna með stjóra Leicester, Nigel Pearson.
,,Ég er mjög ánægður að vera kominn hingað og ég get ekki beðið eftir því að byrja," sagði Hobbs. ,,Hjá Liverpool eru heimsklassa miðverðir og ég spjallaði við stjórann sem sagði að ég mætti fara á láni til annars félags til að öðlast meiri reynslu. Leicester sýndu áhuga og ég hikaði ekki við að fara þangað. Þetta er stórt félag með góðan stjóra og topp æfingaaðstöðu. Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur í 1. deild strax."
Jack Hobbs hefur leikið fimm leiki með Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!