| Ólafur Haukur Tómasson
Andrea Dossena, nýji vinstri bakvörðurinn í liði Liverpool, hefur sagt stuðningsmönnum félagsins að búast ekki við varnarbolta af hálfu liðsins á næsta tímabili, þrátt fyrir að ítölsk áhrif hafa bæst í varnarlínuna. Hann segist ekki líka við varnarbolta sem að einkennist af mörgum liðum á Ítalíu sem að reyna að hanga á eins marks forystu.
"Ég er ekki aðdáandi varnarbolta, það er ekki fyrir mig. Mér líkar ekki þegar lið reyna bara að senda sín á milli til að eyða tímanum. Ef maður fær á sig mark undir lok leiksins, þá gæti allt sem að þú hefur unnið að farið í súginn.
Ég vil ekki tala um að ítalskur fótbolti gangi bara út á varnarleiki og skyndisóknir.
Auðvitað lít ég á sjálfan mig sem varnarmann en ég vil vera sveigjanlegur líka. Ef það er möguleiki til að sækja framar á völlinn þá er ég ánægður með að sækja fram.
Ég er ekki sú týpa af leikmanni sem að er sáttur með 1-0 sigur og reyni að halda því. Ég reyni alltaf að spila til sigurs og að reyna að skora fleiri mörk." sagði Andrea við LFC Magazine tímaritið.
Andrea og Philipp Degen, sem að komu til félagsins fyrr í mánuðinum, teljast báðir vera sóknarsinnaðir bakverðir og verður því að segjast að þeir gætu lífgað mikið upp á sóknarleik Liverpool sem að þótti með eindæmis ágætur á síðasta tímabili, en liðið skoraði flest mörk enskra liða en alls skoraði liðið 111 mörk í öllum keppnum.
TIL BAKA
Við munum ekki hanga í vörn

"Ég er ekki aðdáandi varnarbolta, það er ekki fyrir mig. Mér líkar ekki þegar lið reyna bara að senda sín á milli til að eyða tímanum. Ef maður fær á sig mark undir lok leiksins, þá gæti allt sem að þú hefur unnið að farið í súginn.
Ég vil ekki tala um að ítalskur fótbolti gangi bara út á varnarleiki og skyndisóknir.
Auðvitað lít ég á sjálfan mig sem varnarmann en ég vil vera sveigjanlegur líka. Ef það er möguleiki til að sækja framar á völlinn þá er ég ánægður með að sækja fram.
Ég er ekki sú týpa af leikmanni sem að er sáttur með 1-0 sigur og reyni að halda því. Ég reyni alltaf að spila til sigurs og að reyna að skora fleiri mörk." sagði Andrea við LFC Magazine tímaritið.
Andrea og Philipp Degen, sem að komu til félagsins fyrr í mánuðinum, teljast báðir vera sóknarsinnaðir bakverðir og verður því að segjast að þeir gætu lífgað mikið upp á sóknarleik Liverpool sem að þótti með eindæmis ágætur á síðasta tímabili, en liðið skoraði flest mörk enskra liða en alls skoraði liðið 111 mörk í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan