Sebastian Leto lánaður til Grikklands
Argentínski útherjinn Sebastian Leto hefur verið lánaður til Grikklands. Lánssamningurinn var augljós afleiðing þess að Sebastian fékk ekki atvinnuleyfi á Englandi. Sebastian fer til Olympiakos og verður þar næstu tvö árin. Frá þessu er greint á vefsíðu BBC en staðfesting hefur enn ekki birtst frá Liverpool.
Sebastian hafði þetta að segja í viðtali við vefsíðu Olympiakos.
"Það er verðug áskorun fyrir mig að fara til Olympiakos og ég veit að ég verð hérna næstu tvö árin. Ég er búinn að æfa í tvær vikur með Liverpool núna á undirbúningstímabilinu og ég held að ég sé tilbúinn að takast á við hvað sem er. Olympiakos er frábært lið sem er jafnan í baráttu um alla titla í Grikklandi og liðið leikur líka í Meistaradeildinni. Í liðinu eru góðir leikmenn, þjálfari liðsins er vel þekktur og hinir öflugu stuðningsmenn liðsins hvetja það alltaf til dáða."
Sebastian Leto kom frá Club Atlético Lanús í Argentínu fyrir einu ári. Hann lék fjóra leiki með Liverpool snemma á síðustu leiktíð. Þá kom upp að hann hefði ekki tilskilið atvinnuleyfi á Englandi og hann hefur ekki leikið með aðalliði Liverpool síðan. Hann lék reyndar þrjá æfingaleiki núna á
-
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst!