Öruggur sigur í Noregi
Liverpool hélt uppteknum hætti frá því í Glasgow um helgina og raðaði inn mörkum. Liðið vann öruggan 4:1 sigur á Valerenga í Noregi. Sömu menn sáu um mörkin og gegn Rangers. Þetta var sjöundi æfingaleikur Liverpool og liðið hefur enn ekki tapað leik.
Norðmenn fjölmenntu á völlinn í Olsó enda vinsældir Liverpool gríðarlegar í Noregi. Þeir norsku voru sprækir í byrjun en Liverpool náði smá saman yfirhöndinni og á 19. mínútu lá boltinn í norska markinu. Alvaro Arbeloa braust þá inn á teig hægra megin. Hann kom boltanum svo á Robbie Keane. Írinn lagði boltann út á Xabi Alonso sem skoraði með hnitmiðuðu skoti rétt utan teigs. Vel gert hjá Xabi sem var atkvæðamikill í leiknum. Stuðningsmönnum Liverpool brá í brún á 27. mínútu en þá varð Steven Gerrard að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Jay Spearing tók stöðu hans. Fregnir herma að Steven hafi tognað á læri og verði eitthvað frá.
Þeir fáu sem héldu með Valerenga gátu fagnað á 48. mínútu þegar Serbinn Bojan Zajic skoraði eftir snarpa sókn án þess að Jose Reina kæmi nokkrum vörnum við. Stuðningsmenn Liverpool gátu tekið gleði sína á ný tveimur mínútum seinna. Dirk skallaði á Fernando Torres sem braust inn á teig vinstra megin. Þar renndi hann boltanum af miklu öryggi undir markmann heimamanna. Á 57. mínútu náði Sami Hyypia að koma í veg fyrir að heimamenn næðu að jafna með góðum varnarleik. Mínútu síðar gerði Liverpool út um leikinn. Yossi Benayoun lék framhjá þremur varnarmönnum og komst inn í teig hægra megin. Þar lyfti hann boltanum laglega yfir markmanninn. Þriðja mark Ísraelsmannsns á undirbúningstímabilinu og enginn hefur skorað meira enn hann. Frakkinn ungi David Ngog gulltryggði svo stórsigur Liverpool þegar hann renndi boltanum í markið úr teignum sex mínútum fyrir leikslok eftir að Dani Pacheco hafði laumað boltanum til hans. Góður sigur og nú virðist vera komið gott lag á leik liðsins.
Liverpool: Cavalieri (Reina), Arbeloa (Darby), Carragher (Hyypia), Agger, Dossena (Insua), Kuyt (El Zhar), Gerrard (Spearing), Alonso (Plessis), Benayoun (Pacheco), Torres (Nemeth) og Keane (Ngog).
Maður leiksins samkvæmt Liverpoolfc.tv: Fernando Torres.
Áhorfendur á Ullevaal leikvanginum: 25.377.
Álit Rafael Benítez: Þetta var góður æfingaleikur. Þetta var góður leikur. Við lékum vel og skoruðum fjögur mörk. Leikmennirnir eru ekki enn komnir í fulla æfingu ennþá en það er ekki hægt að reikna með því. Hitt liðið var í betri æfingu en við lékum boltanum betur, pressuðum betur og leikmenn náðu betur saman en áður. Ég er mjög ánægður með úrslitin.
Helsta heimild: Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér ætti að vera hægt að sjá mörk Liverpool í leiknum.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!