Steven Gerrard meiddur
Steven Gerrard meiddist á læri í æfingaleik gegn Valerenga fyrr í dag og óttast er að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Standard Liege eftir viku.
Rafa Benítez er þó vongóður um að Gerrard geti spilað gegn Standard en við fyrstu skoðun er líklegt að Gerrard verði frá í sjö daga.
,,Þetta er tognun í læri. Við verðum að bíða en þetta gæti tekið viku að jafna sig," sagði Benítez í viðtali eftir leikinn.
Þrátt fyrir að ólíklegt sé að Gerrard verði með í næstu viku sagði Benítez að þeir leikmenn sem byrjuðu gegn Valerenga verði líklega í byrjunarliðinu gegn Standard Liege.
,,Þetta er nálægt því liði sem ég mun stilla upp í Liege í næstu viku," sagði hann. ,,Við erum með nokkra leikmenn á Ólympíuleikunum, þannig að við notuðum nokkra unga leikmenn sem sýndu hvað þeir geta. En kannski sjáum við mest af þeim leikmönnum sem við sáum hér í fyrri hálfleik."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!