Rafa í viðtali eftir leikinn
Í viðtali eftir leikinn fer Rafael Benítez út í meiðslin sem angra Gerrard, hvernig við gætum séð liðið í leiknum gegn Standard, hvernig leikurinn var, hrósar ungu stráknunum í liðinu og ýmislegt fleira.
"Þetta er tognun í læri. Við verðum að bíða en þetta gæti tekið viku að jafna sig." sagði Rafa um meiðslin.
Þrátt fyrir að hafa áhyggjur af því að missa fyrirliðann væntanlega í leiknum þá greinir hann einnig frá því að byrjunarliðið í leiknum gegn Standard gæti verið svipað og við fengum að sjá í gærkvöldi.
"Þetta er nálægt því liði sem ég mun stilla upp í Liege í næstu viku," sagði hann. ,,Við erum með nokkra leikmenn á Ólympíuleikunum, þannig að við notuðum nokkra unga leikmenn sem sýndu hvað þeir geta. En kannski sjáum við mest af þeim leikmönnum sem við sáum hér í fyrri hálfleik."
Í síðustu tveimur æfingaleikjum hefur Liverpool skorað átta mörk, til gamans má tala um það að sömu fjórir leikmennirnir hafa skorað öll mörkin. Benítez segir að frammistaða liðsins hafi verið góð og er mjög vongóður um að það eigi enn meira eftir að koma frá liðinu.
"Já þetta var mjög góð frammistaða. Þetta var mjög góður leikur, við skoruðum fjögur mörk spiluðum vel. Leikmennirnir eru samt ekki orðnir 100% klárir enda væri það erfitt á þessari stundu. Andstæðingarnir voru í betra formi en við, en þið gátuð séð að við vorum að senda á milli okkar, pressa á andstæðinginn og skilningurinn milli leikmannana var betri.
Ég er mjög ánægður með úrslitin. Yfirleitt koma færi þegar maður spilar vel og þá skorar maður mörk."
Einnig tjáði hann sig um David Ngog sem að hefur nú skorað tvö mörk í þremur leikjum síðan hann kom til liðs við félagið frá Paris Saint German. En hann er einn þeirra sem að skoraði í leiknum í gær og í leiknum gegn Rangers. Benítez hrósar útsendarateymi sínu fyrir að finna svona efnilega og góða leikmenn.
"Eins og ég hef sagt áður, þá erum við mjög ánægðir með útsendarateymið okkar. Þeir eru að finna leikmenn eins og Ngog, leikmenn með mikla hæfileika á lágu verði. Það eru einnig leikmenn eins og Dani Pacheco, Krisztian Nemeth og Nabil El Zhar, sem að hefur átt við meiðsli að stríða."
Næsti leikur liðsins er æfingaleikur á Anfield gegn Lazio á föstudaginn sem verður síðasti æfingaleikur liðsins fyrir alvöru tímabilsins. Benítez segir að þeir muni bera góðar minningar frá tíma sínum í Skandinavíu.
"Þetta var ótrúlegt og óvænt fyrir okkur að sjá svona mikið fólk í rauðum treyjum. Stuðningurinn við liðið hérna var virkilega góður." endaði Benítez þetta viðtal á.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni