| Sf. Gutt

Forsýningin í kvöld

Segja má að forsýning Liverpool fyrir leiktíðina fari fram á Anfield Road í kvöld þegar liðið leikur gegn ítalska liðinu Lazio. Undirbúningurinn hófst í byrjun júlí og fyrsti æfingaleikurinn fór fram 12. júlí.  

Hér að neðan er listi yfir æfingaleikina sem búnir eru.

12.07.2008 Tranmere 0 - 1 Liverpool, Yossi Benayoun

16.07.2008 FC Lucerne 1 - 2 Liverpool, Lucas Leiva og Andriy Voronin. 

19.07.2008 Wisla Krakow 1 - 1 Liverpool, Andriy Voronin. 

22.07.2008 Hertha Berlin 0 - 0 Liverpool

30.07.2008 Villarreal 0 - 0 Liverpool

02.08.2008 Glasgow Rangers 0 - 4 Liverpool, Fernando Torres, Yossi Benayoun, David Ngog og Xabi Alonso víti.

05.08.2008 Vålerenga 1 - 4 Liverpool, Xabi Alonso, Fernando Torres, Yossi Benayoun og David Ngog.

Leikurinn í kvöld verður áttundi og síðasti æfingaleikur Liverpool fyrir leiktíðina. Liverpool hefur unnið fjóra af leikjunum sjö sem búnir eru og gert þrjú jafntefli.

Alvaran hefst svo 13. ágúst þegar Liverpool spilar í Belgíu við Standard Liege í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Liverpool hefur ekki nærri því alltaf spilað æfingaleik á Anfield Road og það eru nokkur ár frá því það gerðist síðast. En nú ákváðu forráðamenn Liverpool að hafa forsýningu á heimavelli. Trúlega mun liðsuppstillingin í kvöld gefa nokkra vísbendingu um hvernig Rafael Benítez ætlar að stilla upp liði sínu í fyrstu leikjum leiktíðarinnar. Hann hefur hvatt leikmenn sína til að sýna sitt besta.

"Í kvöld fá leikmennirnir tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Ekki bara mér heldur líka stuðningsmönnunum. Á móti fá leikmennirnir tækifæri til að upplifa að spila á Anfield og það verður frábært fyrir þá. Þeim á eftir að lærast að stuðningsmennirnir styðja alltaf við bakið á þeim. Undirbúningurinn hefur gengið vel en nú er mikilvægt að bæta snerpu manna aðeins meira og þess vegna ákváðum við að spila gegn Lazio."

Leikurinn við Lazio hefst á Anfield Road klukkan sjö að íslenskum tíma í kvöld.

anfielduefa.jpg

 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan