Steven Gerrard með til Belgíu
Steven Gerrard fer með til Belgíu og það eru því líkur á því að hann nái að jafna sig í tæka tíð fyrir leikinn gegn Standard Liege á miðvikudaginn.
Leikmenn og þjálfaralið félagsins fljúga til Belgíu á þriðjudagsmorguninn og sagði Rafa Benítez þetta, þegar hann var spurður útí möguleikana á því að Gerrard spili:
,,Ég spjallaði við hann í morgun og hann mun fara með okkur til Belgíu," sagði Benítez. ,,Hann er að jafna sig en við munum skoða hann betur eftir æfingu. Ég mun spjalla við lækninn og Steven og ákveða mig svo."
Martin Skrtel, Fabio Aurelio og Philipp Degen verða ekki með þar sem þeir eru allir ennþá að jafna sig af meiðslum.
,,Martin og Fabio eru að æfa en þeir verða eftir á Englandi." staðfesti stjórinn. ,,Þeir eru ekki tilbúnir fyrir þennan leik en vonandi eru þeir klárir fyrir helgina. Philipp er ekki byrjaður að æfa ennþá og er hann ekki eins langt kominn í bata eins og hinir tveir."
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen