Alvaran hefst í Belgíu í kvöld
Alvaran hefst í Belgíu í kvöld þegar Liverpool mætir Standard Liege í forkeppni Meistaradeildarinnar. Rafael Benítez veit að Liverpool á erfiðan leik framundan gegn belgísku meisturunum. Standard er með sterkt lið og það munaðeins hafa tapað einum deildarleik á síðustu leiktíð.
"Við erum búnir að fá upplýsingar um liðið og við höfum séð tvo leiki. Það hefur þó verið erfitt að fá upplýsingar um liðið því það hefur ekki verið að spila mikið. Þeir töpuðu 3:0 í leik í Frakklandi en liðið var óþekkjanlegt frá þeim leik þegar það lagði Anderlecht 3:1 að velli í leik um belgíska meistarabikarinn. Liðið er virkilega hættulegt á heimavelli sínum og það verður erfitt fyrir okkur að spila þar. Við verðum að vera tilbúnir í það verkefni og ég held að leikmennirnir okkar séu tilbúnir í slaginn."
Liverpool hefur ekki sitt sterkasta lið. Þeir Javier Mascherano, Ryan Babel og Lucas Leiva eru í Kína og eiga að spila í dag á Ólympíuleikunum. Steven Finnan, Fabio Aurelio, Martin Skrtel og Philipp Degen eru allir meiddir ef rétt er vitað. Steven Gerrard er tæpur en hann fór þó með liðinu til Belgíu.
Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi leikjanna gegn Standard Liege. Sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er í húfi og segja má að þessir tveir leikir gætu verið mikilvægustu leikir Liverpool á leiktíðinni. Að minnsta kosti frá fjárhagslegu sjónarmiði. Ekkert má fara úrskeiðis og vonandi nær Liverpool góðri byrjun á leiktíðinni í Belgíu í kvöld.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum