Markmiðið er enski meistaratitilinn!
Fernando Torres skoraði sigurmark Liverpool gegn Sunderland í gær. Markið færði Liverpool óskabyrjun á þessari nýju leiktíð. Evrópumeistarinn segir að leikmenn Liverpool ætli sér að vinna enska meistaratitilinn á þessari leiktíð. Ekki óvæntar fréttir en markið hefur verið sett!
"Við ætlum að einbeita okkur að Úrvalsdeildinni því við vitum alveg hversu mikils virði það er fyrir stuðningsmennina okkar að vinna þessa deild. Það eru alltof mörg ár liðin frá því deildin vannst síðast og við munum einbeita okkur að því að vinna hana. Það var mikilvægt að byrja deildina með sigri eftir að hafa ekki leikið vel í Meistaradeildinni."
Nú er að vona að sigurmark Fernando Torres í gær marki byrjun á eftirminnilegri leiktíð í deildinni fyrir stuðningsmenn Rauða hersins!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni