| Ólafur Haukur Tómasson
Eftir dapran leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í Belgíu fyrir tæpri viku síðan þegar Liverpool gerði jafntefli við Standard Liege, í leik þar sem Liverpool voru ekki að gera góða hluti. Á laugardaginn var annað að sjá liðið sem að náði að krækja sér í þrjú stig í erfiðum útileik gegn sterku liði Sunderland.
Hinn margumræddi Xabi Alonso segir að sigur liðsins gegn Sunderland var einmitt það sem liðið þarf til að komast á skrið: "Við erum mjög ánægðir með að hafa sigrað fyrsta leikinn okkar. Að byrja á sigri er gott. Eftir frammistöðu okkar í Liege var mikilvægt að við myndum næla í öll þrjú stigin úr leiknum og fá upp sjálfstraustið okkar.
Þetta var mjög fagmannleg frammistaða gegn Sunderland. Þetta var ekki sú besta eða það skemmtilegasta að horfa á en við vissum að þeir myndu verða erfiðir anstæðingar og þeir myndu mæta grimmir til leiks. En við gerðum það sem við þurftum að gera.
Við erum mjög ánægðir með að hafa sigrað fyrsta leikinn og glaðir fyrir hönd Fernando að hafa skorað sitt fyrsta mark á tímabilinu. Vonandi mun það halda áfram." sagði Alonso.
Framtíð Xabi Alonso hjá Liverpool hefur verið mikið í umræðunni í sumar og var lengi talið að hann myndi yfirgefa félagið, en svo virtist sem hann yrði áfram og svona gekk þetta koll af kolli í langan tíma, en nú eftir að hann spilaði í Meistaradeildinni með Liverpool þá eru líkurnar á því að hann muni yfirgefa félagið ekki miklar, en maður veit þó aldrei.
Mikill missir yrði í því ef Alonso færi frá félaginu og sást það í seinni hálfleiknum gegn Sunderland, hversu mikilvægur hann er í miðjuspili liðsins og Rafael Benítez hefur sagt að hann þurfi að fá virkilega gott tilboð til þess að hann muni selja hann.
TIL BAKA
Alonso: Sigur var það sem við þurftum

Hinn margumræddi Xabi Alonso segir að sigur liðsins gegn Sunderland var einmitt það sem liðið þarf til að komast á skrið: "Við erum mjög ánægðir með að hafa sigrað fyrsta leikinn okkar. Að byrja á sigri er gott. Eftir frammistöðu okkar í Liege var mikilvægt að við myndum næla í öll þrjú stigin úr leiknum og fá upp sjálfstraustið okkar.
Þetta var mjög fagmannleg frammistaða gegn Sunderland. Þetta var ekki sú besta eða það skemmtilegasta að horfa á en við vissum að þeir myndu verða erfiðir anstæðingar og þeir myndu mæta grimmir til leiks. En við gerðum það sem við þurftum að gera.
Við erum mjög ánægðir með að hafa sigrað fyrsta leikinn og glaðir fyrir hönd Fernando að hafa skorað sitt fyrsta mark á tímabilinu. Vonandi mun það halda áfram." sagði Alonso.
Framtíð Xabi Alonso hjá Liverpool hefur verið mikið í umræðunni í sumar og var lengi talið að hann myndi yfirgefa félagið, en svo virtist sem hann yrði áfram og svona gekk þetta koll af kolli í langan tíma, en nú eftir að hann spilaði í Meistaradeildinni með Liverpool þá eru líkurnar á því að hann muni yfirgefa félagið ekki miklar, en maður veit þó aldrei.
Mikill missir yrði í því ef Alonso færi frá félaginu og sást það í seinni hálfleiknum gegn Sunderland, hversu mikilvægur hann er í miðjuspili liðsins og Rafael Benítez hefur sagt að hann þurfi að fá virkilega gott tilboð til þess að hann muni selja hann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan