Steve Finnan í óvissu
Steve Finnan hefur enn ekkert leikið með Liverpool á þessari leiktíð. Hann var sagður meiddur en nú er hann orðinn leikfær og hann lék með írska landsliðinu gegn Noregi í síðustu viku. Hann segist á hinn bóginn vera í mikilli óvissu um framtíð sína.
"Það má segja að ég sé í lausu lofti og ég veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Liðshópurinn hér er stór og allir eru að berjast fyrir sæti sínu. Ég verð því að æfa vel og grípa tækifærið ef ég fæ. Ég ætla að sjá til hvort ég kemst í liðið. En ef það tekst ekki þá verður maður að hugsa málið því ég vil auðvitað spila knattspyrnu."
Steve Finnan lék minna á síðustu leiktíð en næstu þar á undan en þá var hann fastamaður í liðinu. Írinn hefur í sumar verið orðaður við nokkur lið og má þar nefna Aston Villa og Blackburn Rovers. Það er því ekki útilokað að hann muni yfirgefa Liverpool áður en félaskiptatímabilinu lýkur.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen